Foreldrar og miđstýring

Miđstýring er ţađ sem hiđ opinbera kann. Í umhverfi miđstýringar eru Excel-skjöl og önnur gögn notuđ til ađ taka rekstrarákvarđanir í einstaka rekstrareiningum. Menn skođa kostnađ á nemanda, fjölda nemenda á kennara og kostnađ viđ ađföng og húsnćđi og rýna í skýrslur um ástand húsnćđis og annarrar ađstöđu. Kannski taka menn einhver viđtöl. Svo er tekin ákvörđun og henni rúllađ út í skólana.

Foreldrar eru raddlaus peđ í ţessum leik. Ţeir hafa í blindni borgađ sína skatta og vona ađ fyrir ţađ fé fáist einhver ţjónusta sem gagn er ađ. Svo er ţó ekki. Strákum er núna skolađ út úr skólakerfinu og ţeir koma ólćsir út úr grunnskólum. Krakkarnir fá skjá til ađ halda sér uppteknum í kennslustofunni svo kennarinn fái meiri tíma til ađ drekka kaffi. Nemendum er hrúgađ saman óháđ getu og áhuga og menn vonast svo til ađ ţeir bestu dragi ţá lélegustu upp, sem gerist auđvitađ ekki. Námsefniđ kemur frá skrifstofum stjórnsýslunnar og miđast fyrst og fremst viđ ţarfir yfirvalda. 

Foreldrar eiga erfitt međ ađ bregđast viđ ţessu ástandi. Ţeir eru ekki borgandi kaupendur ţjónustu. Nei, ţeir eru skattgreiđendur sem borga ofan í miđstýrđa hít. Ţeir geta ekki fćrt viđskipti sín frá einum veitanda til annars svo gagn sé ađ, ekki frekar en ţađ er gagn í ađ hćtta ađ versla í einni Bónus-verslun og byrja ađ versla í annarri Bónus-verslun. Samkeppni í kennslu er lítil sem engin og ţađ er vandamál.

Sćtta foreldrar sig viđ ţessa einsleitni og miđstýringu? Af hverju? Halda menn ađ fundir hafi áhrif? Ţađ eina sem rekstrarađilar af öllu tagi skilja er minnkandi tekjustreymi. Ţađ er ađhaldiđ sem viđ veitum einkafyrirtćkjum - viđ sviptum ţau tekjum sínum. Svo er ekki í tilfelli skóla, sjúkrahúsa og heilsugćslustöđva. Ţau geta alltaf hent í eina krassandi fyrirsögn korteri í fjárlög og fengiđ verđlaun fyrir lélega frammistöđu. 

Ţađ getur vel veriđ ađ kennsla barna sé svo flókin og erfiđ ađ ţađ ţurfi risavaxiđ opinbert batterí til ađ halda henni úti. Ég er samt efins. 

Kennari minn í gegnum flest mín grunnskólaár var vingjarnleg, ströng en sanngjörn eldri kona. Hún fór yfir stílabćkurnar, hlýddi manni yfir, útskýrđi af ţolinmćđi og setti tossana aftast í kennslustofuna svo ţeir trufluđu ekki ađra (ţessir tossar fundu sig svo í annars konar námi seinna og gengur ágćtlega í dag). 

Einkavćđum grunnskólana, lćkkum skatta, fćkkum reglum, afnemum opinberar námskrár og leyfum einkaađilum ađ keppa um ánćgju fullorđinna (kennara og foreldra) og barna. Ţađ virkar svo vel ţar sem slíkt er umboriđ.


mbl.is Lýsa megnri óánćgju međ breytingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband