Trump mætti hlusta oftar á sjálfan sig

Forsetinn Donald Trump mætti hlusta aðeins oftar á ræðumanninn Donald Trump. Það mætti kannski kalla misræmi stjórnmálamannsins og ræðumannsins stjórnmálamannaheilkennið? Úr ræðustól koma allskyns áskoranir og ástríðufull hvatningarorð en úr stól stjórnmálamannsins kemur varðveislan á núverandi fyrirkomulagi þar sem breytingar eru annaðhvort engar eða í átt að stærra ríkisvaldi.

Það er rétt hjá Trump að vara við sósíalisma. Hann er baneitraður fyrir alla nema efstu lög samfélagsins. Verkalýðurinn hefur aldrei grætt neitt á sósíalisma. Hann er fyrir kampavíns-kommúnista, jólasveina-jafnaðarmenn og seðlabúnta-sósíalista. 

Um leið hefur Trump ekki að fullu leyti skilið hvað hans eigið alríki er orðið sósíalískt. Vissulega hefur hann óbeit á reglugerðum og vill lækka launaskatta, en um leið safnar hann skuldum, leggur á viðskiptahindranir og vanrækir mikilvægi þess að minnka báknið. 

Það er ekki nóg að tala gegn auknum ríkisafskiptum til að tækla sósíalismann. Það þarf að minnka ríkisvaldið - fækka verkefnum þess, draga úr stærð þess og hleypa einkaaðilum í samkeppnisrekstri að jötu ríkiseinokunar og opinberrar fyrirgreiðslustarfsemi.

Bandaríkin byrjuðu sem samansafn fátækustu og verst menntuðu innflytjenda Evrópu sem í skjóli eins frjálsasta markaðshagkerfis heims á sínum tíma tókst að verða efnahagslegt stórveldi - það stærsta í heimi.

Núna ætlar efnahagslegt stórveldi að hlaða á sig skuldum og skuldbindingum sem óumflýjanlega munu fá stoðirnar til að bresta.

Þetta veit ræðumaðurinn Trump, en forsetinn Trump er öllu fávísari.


mbl.is Varar við „martröð sósíalismans“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lengi hef ég velt fyrir mér hver það er eiginlega sem lánar USA allan þennan pening.
Hér er eitthvað dularfullt á seyði, nefnilega, finnst mér.

RT segir mér að bæði Rússar og Kínverjar (eða þeirra helstu stofnarnir og fyrirtæki) hafi verið að selja skuldabráf USA.

Einhver er að kaupa þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.3.2019 kl. 18:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Nærtækast er að gruna seðlabankann þeirra um að kaupa upp allar þessar skuldir - prenta peninga. Þeir sem eiga bandarísk skuldabréf vita að stórfelld sala þeirra mun bara rýra verð þeirra, enda engir kaupendur eins og þú bendir á. 

Þetta er gríðarstór spilaborg. Örlög spilaborga eru fyrirsjáanleg.

Geir Ágústsson, 3.3.2019 kl. 19:48

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Það er heilt subreddit fyrir svona.

https://www.reddit.com/r/TrumpCriticizesTrump/

Jón Ragnarsson, 4.3.2019 kl. 08:53

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Einhver snillingur sagði nýlega, um Trump: Munurinn á Demókrötum og Repúblikönum er sá, að Demókratar taka Trump bókstaflega, en ekki alvarglega, en Repúblikanar taka hann alvarlega, en ekki bókstaflega.

Mundi eftir þessu eftir síðasta ræðumann.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2019 kl. 20:03

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gállinn við Stjórnmálamanninn Trump er að hann skrifar ekki ræðurnar sínar heldur heilt teimi ræðuritara. Í þessu felst þversögnin á milli stjórnmálamannsins og athyglishórunnar sem skúbbar eins og laus kanóna um dekkið á þjóðarskútunni.

Þegar Trump segist ekki ætla að gera eitthvað, þá gerir hann það, en ef hann segist ætla að gera eitthvað, þá gerir hann það ekki. Þetta er nægjanlega fyrirsjáanlegt til að hægt sé að stóla á hann. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2019 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband