Aðdráttarafl kapítalismans

Um allan fólk er fólk á ferð og flugi, sumir að leita að vinnu og aðrir að öryggi. Í grófum dráttum má segja að frjáls, kapítalísk samfélög dragi að sér fólk. Flóttamannastraumar liggja frá þrúgandi yfirvaldi og miðstýrðum hagkerfum yfir í frjálsari samfélög sem vernda eignarréttindin og leyfa frjálsum viðskiptum að eiga sér stað.

Sumir tala um að flóttamenn séu mikið vandamál. Það er sjálfsagt rétt. En hvernig á að draga úr því vandamáli? Margir stinga upp á hertri landamæragæslu og jafnvel múrum. Einfaldast væri samt að allur heimurinn tæki upp frjálsan markaðsbúskap og veitti almenningi kost á að veita yfirvöldum aðhald. Það myndi um leið útrýma fátækt, stuðla að friði og bæta lífsgæði mannkyns.

Alþjóðlegar ráðstefnur og alþjóðleg samtök berjast samt ekki fyrir frjálsum markaði. Þess í stað er verið að leggja á viðskiptahindranir, neyða skattgreiðendur til að fjármagna tilgangslausa umhverfisvernd (sem er andstæða raunverulegrar umhverfisverndar) og niðurgreiða fátækt og sósíalisma. Þessi nálgun ýtir undir togstreitu (t.d. um það hver eigi að borga hvað) og jafnvel hernaðarspennu.

Frjálsan markað, takk! Mannkynið getur þá leyst öll sín vandamál án aðkomu stjórnmálamanna.


mbl.is Raddir sem þurfa að heyrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú ertu alveg úti á túni

Undirboð á símsvörun Þjónustuborði Reykjavíkur, hvernig heldur eiginlega að það hljómi með indverskum hreim að ekki sé hægt að ná í Dag borgarstjóra

En í alvöru þetta er ein versta mynd alþjóðavæðingar að lægsta tilboðið vinnur óháð öllu öðru í jöfuninni þó svo aðstæður fólks séu mjög svo ólíkar

Grímur (IP-tala skráð) 2.3.2019 kl. 18:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Grimur,

Það er hið besta mál að einstaklingar, fyrirtæki og heilu hagkerfin sérhæfi sig í einhverju og geri það betur en aðrir. Hinn möguleikinn er sá að allir reyni að geta allt og geri það illa og fyrir himinhátt verð. 

Við þetta má bæta að það er ekki endilega alltaf lægsta verðið sem vinnur hlaupið. Það blasir eiginlega við.

Sjálfur hef ég haft ágæt samskipti við þjónustuborð Amazon í Indlandi. Það kom svo í ljós að beiðni mín þurfti samþykkis yfirmanns og þá talaði ég við Bandaríkjamann. Það er engin ástæða til að nota dýran lækni í verk sem ódýrari hjúkrunarfræðingur ræður við, en hann er svo til taks ef nauðsyn krefur.

Geir Ágústsson, 2.3.2019 kl. 19:43

3 identicon

Kaptílasimi í hnotskurns

"Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári"

http://www.visir.is/g/2019190309715/fjarmalin-i-godu-horfi-thratt-fyrir-framurkeyrslur-

Olíulekinn var innan við 1% af heildarmagninu 2,000,000,000  tonn hjá olíuflutningsskipinu

Borgari (IP-tala skráð) 3.3.2019 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband