Áfengi og íþróttir - góð blanda

Áfengi og íþróttir eru góð blanda, þ.e. ef áfengis er ekki neytt af íþróttafólkinu sjálfu á meðan það keppir.

Það er nánast engin leið að horfa á íþróttir í sjónvarpinu eða úr stúku nema drekka bjór á meðan.

Þar sem slíkt er heimilt eyða áfengisframleiðendur stórfé í auglýsingar á íþróttaviðburðum sem rennur að stórum hluta í hirslur íþróttafélaganna og efla starf þeirra.

Í Kaupmannahöfn má finna fjölnota íþrótta- og ráðstefnuhúsið Royal Arena. Hvað er Royal? Það er auðvitað áfengisframleiðandi. Í þessu glæsilega húsi er fjölbreytt og flott aðstaða fyrir allskyns viðburðahald sem menningar- og íþróttalífið nýtur góðs af.

Í mörg ár hefur áfengisframleiðandinn Carlsberg verið einn af aðalstyrktaraðilum enska fótboltafélagsins Liverpool. Hefur það skaðað einhvern?

Áfengi og íþróttir eru góð blanda. Það er kominn tími til að hleypa áfenginu að íslensku íþróttalífi, ekki bara á þorrablótum á bak við luktar dyr, heldur líka í stúkurnar, á búningana og á veggspjöldin.


mbl.is Þorrablótin góð búbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Held ég það væri til bóta ef menn væru ölvaðir að stunda íþróttir.  Myndi kannski hleypa smá fjöri í annars dauðyflisleg sport.

Jú, menn hlypu kannski hægar, og myndu detta oftar, en á móti myndu þeir detta oftar og lenda frekar í slagsmálum.  Og detta oftar.  Sem væri mikið show.  Sem væri kannski jafnvel boðlegt edrú áhorfendum.

Annars heyrði ég það einhverntíma að einhver spjótkastari hafi mætt blindfullur á ólýmpíuleikana.  Góð asga, hvort sem hún er sönn eða ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2019 kl. 16:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er auðvitað persónulegt mál.

Sjálfur spila ég helst ekki fótbolta, pool, keilu eða kóngaspil án þess að hafa innbyrt nokkra bjóra.

Hins vegar fer ég edrú í ræktina. 

Íþróttir eru fyrir sumum dauðans alvara - heilög kýr sem má ekki vera nálægt áfengi. Fyrir öðrum eru þær skemmtileg leið til að hreyfa skrokkinn í góðum félagsskap. 

Það eru engin náttúruleg víggirðing á milli íþrótta og áfengis, nema síður sé. 

Íþróttafélögin fagna því að geta haldið risastór fylleríspartý til að fjármagna þjálfun 7 ára krakka. Að hugsa sér hvað þeir gætu gert ef þau fengju reglulegri tekjustrauma af áfengisþorsta fullorðna fólksins!

Geir Ágústsson, 1.2.2019 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband