Styttu af borgarstjóra í öll hverfi

Ég er međ hugmynd sem mun leysa mörg vandamál Reykjavíkur á einu bretti.

Hún gengur út á ađ reisa veglega styttu af borgarstjóra í öllum hverfum borgarinnar.

Borgarstjóri er klárlega mjög upptekinn af ţví ađ skilja eftir sig ýmsa minnisvarđa, sama hvađ ţađ kostar.

Ţađ kostar sennilega minna ađ reisa styttu en flytja inn pálmatré, og styttan endist örugglega lengur. 

Einnig er líklegt ađ styttugerđ sé fyrirsjáanlegri međ tillit til kostnađar en margar af framkvćmdum borgarinnar. 

Ţađ kostar sennilega minna ađ reisa margar styttur en gera upp einn bragga.

Borgarstjóri mćtir alltaf sćll og glađur í allar opnanir og vígslur en er fljótur ađ fara í felur ţegar óţćgileg skítamál koma upp á. Međ styttu í hverju hverfi ţarf borgarstjóri ekki ađ gera meira og getur stigiđ til hliđar. Ţađ eitt og sér mun spara borginni stórfé.

Borgarfulltrúar ćttu ađ geta sammćlst um ţetta brýna málefni sem mun leysa mörg vandamál borgarinnar: Framúrkeyrslur á verkefnum, ţörf borgarstjóra til ađ sýna sig í jákvćđu ljósi og peningaflćđiđ úr götóttum borgarsjóđi. 

Og hver veit, kannski myndast ţá svigrúm til ađ létta ađeins á gríđarlegri skattheimtu á borgarbúa, bćđi ţeirri beinu (útsvar og fasteignaskattar) og ţeirri óbeinu (himinháar gjaldskrár ţjónustu- og veitufyrirtćkja í borginni, og hćkkandi fasteignaskattar vegna hćkkandi fasteignamats)?


mbl.is „Dönsk strá og pálmatré“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband