Styttu af borgarstjóra í öll hverfi

Ég er með hugmynd sem mun leysa mörg vandamál Reykjavíkur á einu bretti.

Hún gengur út á að reisa veglega styttu af borgarstjóra í öllum hverfum borgarinnar.

Borgarstjóri er klárlega mjög upptekinn af því að skilja eftir sig ýmsa minnisvarða, sama hvað það kostar.

Það kostar sennilega minna að reisa styttu en flytja inn pálmatré, og styttan endist örugglega lengur. 

Einnig er líklegt að styttugerð sé fyrirsjáanlegri með tillit til kostnaðar en margar af framkvæmdum borgarinnar. 

Það kostar sennilega minna að reisa margar styttur en gera upp einn bragga.

Borgarstjóri mætir alltaf sæll og glaður í allar opnanir og vígslur en er fljótur að fara í felur þegar óþægileg skítamál koma upp á. Með styttu í hverju hverfi þarf borgarstjóri ekki að gera meira og getur stigið til hliðar. Það eitt og sér mun spara borginni stórfé.

Borgarfulltrúar ættu að geta sammælst um þetta brýna málefni sem mun leysa mörg vandamál borgarinnar: Framúrkeyrslur á verkefnum, þörf borgarstjóra til að sýna sig í jákvæðu ljósi og peningaflæðið úr götóttum borgarsjóði. 

Og hver veit, kannski myndast þá svigrúm til að létta aðeins á gríðarlegri skattheimtu á borgarbúa, bæði þeirri beinu (útsvar og fasteignaskattar) og þeirri óbeinu (himinháar gjaldskrár þjónustu- og veitufyrirtækja í borginni, og hækkandi fasteignaskattar vegna hækkandi fasteignamats)?


mbl.is „Dönsk strá og pálmatré“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband