Enginn fær eitthvað fyrir ekkert

Mikið hefur verið rætt um rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi eftir að hið opinbera valdi þá fyrirsjáanlegu aðferð að leggja til sértækar ívilnanir sem koma bara fáum til góða.

Að sjálfsögðu voru augljósar leiðir ekki nefndar: Að koma ríkinu af útvarps- og sjónvarpsmarkaði og afnema RÚV-nefskattinn í leiðinni (ef ríkið vill að ákveðið efni sé framleitt eða sent út getur það boðið slíkt út, án þess að halda úti heilli sjónvarpsstöð fyrir svoleiðis), að lækka skatta á allt og alla, og að sjálfsögðu að leyfa áfengisframleiðendum að auglýsa eins og þeir vilja og dæla þannig fé í sjónvarp, útvarp og prentmiðla. 

En sértækum ívilnunum fylgja alltaf skilyrði og það getur enginn fjölmiðill blekkt sig með öðru. Þeir sem eru ekki nefndir á ívilnanalistanum lenda í skekktri samkeppnisstöðu. Þeir sem senda út efni sem er yfirvöldum ekki þóknanlegt verða túlkaðir út af ívilnanalistanum því stjórnmálamenn verða annars ásakaðir um að styðja við óæskilega tjáningu (segjum t.d. að múslímar stofni fjölmiðil sem uppfyllir öll skilyrði ívilnana, en einu sinni á dag eru þar lesnir upp valdir kaflar úr Kóraninum þar sem hvatt er til morða á trúleysingjum - gæti forsætisráðherra setið undir ásökunum um að hampa slíkum viðhorfum?).

Ríkið veitir aldrei neitt án skilyrða, og ríkið getur aldrei veitt einhverjum einum án þess að taka af einhverjum öðrum.


mbl.is Skekki samkeppnisstöðuna alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og til að bíta höfuðið af skömminni er Bændablaðið útilokað vegna skilmálanna.Þetta frábæra blað kemur út aðra hverja viku en er innihaldsríkara allir aðrir fjölmiðlar til samans.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 14:40

2 identicon

Fyrir nokkrum árum var það til siðs í Bandaríkjunum, að frétta- og blaðamenn bæru kolanámumönnum þau skilaboð, eftir hrinu uppsagna, að þeir ættu einfaldlega að læra forritun (learn to code)

Það var á þeim tíma þegar vinstristjórn Obama kæfði kolaiðnaðinn í reglugerðarfargani, sem gjarnan fylgir vinstrimönnum.

Undanfarið hafa frétta- og blaðamenn í Bandaríkjunum barmað sér sárt á Twitter, eftir hrinu uppsagna. Þeim hefur verið svarað á hæfilegan hátt með myllumerkinu #LearnToCode. Þetta þykir ekki hæfa þegar merkilegt fólk eins og fjölmiðlamenn missir vinnuna, og hefur Twitter skorið upp herör gegn þessum núna "hatursáróðri" og eyðir tístum og útilokar fólk í gríð og erg.

Mín skilaboð til íslenskra fjölmiðlamanna eru þessi: lærið að forrita. Ef starfið ykkar ber sig ekki, á einfaldlega að leggja það niður, þar sem engin eftirspurn er eftir afurðinni. Það er ekki af því að það sé skortur á fréttaáhuga fólks, það er einfaldlega skortur á áhuga fólks til að lesa pólitískan áróður, dulbúinn sem fréttir.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 15:33

3 identicon

Meginstarf fréttamanna í dag er að endurbirta eitthvað sem birt er á Facebook eða Twitter. Svo ef eitthvað er skrifað þá er það genumsýrt persónulegri lífsskoðun "fréttamannsins" þetta er sérstaklega áberandi hjá þeim sem þessi bitlingur frá Lilju (sem enginn kveðið vildi hafa) er sniðin að þ.e.a.s. Kjarnanum og Stundinni

Grímur (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 16:30

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er enginn hörgull á erlendum fréttum og þess verður raunar ekki vart að íslenskir fjölmiðlar sinni þeim neitt, nema endurbirta það sem fólk hefur þegar séð á erlendum miðlum.

Innlendar fréttir greinast í þrennt: Í fyrsta lagi atburðir sem eiga sér stað. Í öðru lagi atburðir sem felast í því að fjölmiðlafulltrúi einhverrar stofnunar eða hagsmunasamtaka fer fram á að komast í útsendingu til að kvarta yfir auraleysi. Í þriðja lagi héraðsfréttir.

Með þessum fjáraustri verður ekki séð að neitt sé greint þarna á milli, nema að því leyti, að héraðsfréttamiðlar munu ekki fá neitt, því þeir hafa of fáa starfsmenn.

RÚV mun áfram einbeita sér að flokki númer 2, þ.e. að taka við og birta umkvartanir fjölmiðlafulltrúanna. Fréttablaðið og Stöð2 munu áfram reyna að birta fréttir af atburðum sem eiga sér stað. Stundin og Kjarninn munu áfram flytja landsmönnum áróður frá vinstri. Andríki er búið að leggja niður svo það mun enginn flytja áróður frá hægri. Breytingin verður sú að eigendur sumra miðlanna munu geta greitt sér út meiri arð. That's it!

Þorsteinn Siglaugsson, 2.2.2019 kl. 17:56

5 identicon

Í stærra samhenginu er þetta hluti af þróun undanfarinna ára. Frelsi er takmarkað meira með hverjum deginum, og það eru fjölmiðlarnir sjálfir sem standa fyrir því. 

Pólitískir fjölmiðlar ritskoða efni sem er þeim ekki þóknanlegt, og þeir draga upp ófagrar myndir af pólitískum andstæðingum, og jafnvel skálda upp fréttir til að koma enn betra höggi á þá.

Fólk hefur alltaf séð í gegnum pólitísk trúboð, jafnvel þó svo að það hafi ekki aðgang að "frjálsum" fjölmiðli. Og það er það sem er að gerast. Íslenskar Prövdur eins og Stundin, Kjarninn, DV og Vísir  hafa afhjúpað sig sem lygamiðla sem eru ómarktækir. Reyndar hefur öfgavinstrinu erlendis tekist bærilega í samstarfi við Facebook, Google og Twitter, að þagga niður í fólki með því að banna "óæskilegum" aðgang að samfélagsmiðlum og koma "röngum" skilaboðum á framfæri, en það er tímabundið ástand, þar til nýir miðlar sjá markaðstækifæri í þeim sem þaggaðir eru. 

Þessir erlendu samfélagsmiðlar hafa reyndar lítið látið til sín taka hér, á þessum örmarkaði, þó svo að vinstrimönnum hafi tekist að fá ýmsa bannaða með skipulögðum kvörtunum. Svo má náttúrulega minnast á að íslensku Prövdurnar útiloka "óæskilega" frá því að setja inn athugasemdir við "fréttir", líkt og Egill Helgason sem hefur verið manna duglegastur við að banna þá sem fara illa með hann.

Að nauðga landsmönnum með því að úthluta áróðursmiðlum vinstrimanna skattfé er glæpur. Og í lokin, ég legg það til að við lokum Rúv.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 18:27

6 identicon

Lilja grenjuskjóða Afreðsdóttir ætlar að styrkja fréttaleikana sem samanstanda af leikum og brauði einsog í Róm forðum. En í stað þess að menn séu líflátnir í Colusemum þá er æra þeirra drepin um aldur og æfi á síðum Stundarinna og Kjarnans

Borgari (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 22:01

7 identicon

Ég tek undir með Hilmari, það væri góð byrjun að loka Rúv. Þetta ætti t.d. að vera baráttumál verkalýðsforingja, því þarna sparast meira fjármagn en fæst með hátekjuskatti. 

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 6.2.2019 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband