Hinn mælanlegi unglingur

Allskonar sérfræðingar halda að það sé hægt að mæla árangur meðal fólks með því að búa til tölfræði og fylgjast með breytingum.

Er búið að finna upp hinn mælanlega einstakling?

Hinn mælanlega ungling?

Unglingar hafa aldrei verið hraustari og vímuefnalausari. Um leið hefur þeim aldrei liðið verr.

Eru þeir ekki bara komnir fyrir framan tölvuskjá og hættir að hitta hvern annan, fá sér í glas, gera tilraunir með óviðeigandi brandara og læra á félagsleg samskipti?

Það fer svolítið í taugarnar á mér að sjá fólk hreykja sér af hinni og þessari tölfræði sem hefur verið framleidd úr daglegu amstri fólks en um leið sópa raunveruleikanum til hliðar.

Unglingar eru að rotna lifandi og allir eru alsælir með það.

Ég get sagt fyrir mitt leyti að unglingsárin voru alveg rosalega lærdómsrík fyrir mig því ég fékk að prófa að gera allskonar vitleysu en um leið að vita að ég þurfti að bera ábyrgð á afleiðingum gjörða minna. Þetta heitir frelsi með ábyrgð. Það er ekki til betri uppskrift til að mannast. Er búið að þekja þá uppskrift með súluritum möppudýra?


mbl.is Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Þetta er alveg ofboðslega sannur pistill hjá þér.

Bættu við tækifærinu til að fá að vinna með sér eldra fólki (ég er mun eldri en þú og við byrjuðum í saltfisknum 11 ára, og urðum ekki verri fyrir vikið) og þá er þetta komið hjá þér.

Og niðurstaða þín er því miður sorglega sönn; "Unglingar eru að rotna lifandi og allir eru alsælir með það.".

Vissulega ekki allir, en ef ekkert má, allir eiga að vera fullkomnir, og úthrópun fylgir mörgum mistökum, og tilfinningarót hormónabreytinganna er ekki viðurkennt, þá er ekki von þó mörgum líði illa.

Ég þakka guði fyrir fótboltann, hann heldur mínum við efnið, hve lengi sem það endist.

Allavega, megi sem flestir lesa þennan pistil þinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2019 kl. 22:39

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kannski er þetta bara "behavior sink." Það er hægt að rannsaka það á google.

Basic premise: Lífið er of auðvelt, og þá rotnar fólk andlega.  Öll hryggdýr virka þannig, skilst mér.

Þetta er spurning um að hafa eitthvað að hugsa um, eitthvað að stefna að annað en bara að vera einhver þjóðfélagsþegn.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.1.2019 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband