Enginn skortur á jógúrti með bláberjabragði

Það ætti að vekja athygli sérhverrar manneskju að það er bara skortur á því sem er vafið inn í reglugerðir, niðurgreiðslur, úthlutunarreglur og kvóta.

Það er enginn skortur á jógúrti með bláberjabragði jafnvel þótt hópurinn sem kaupir svoleiðis jógúrt sé lítill.

Það er skortur á húsnæði. Það vantar fjölskylduvænt húsnæði, einstaklingsíbúðir og þjónustuíbúðir. Samt sitja kaupendur tilbúnir í röðum og vilja borga það sem mætti kalla markaðsverð, en ekki meira en það. 

Núna á að leysa vandamál reglugerða, niðurgreiðslna, úthlutunarreglna og kvóta með:

  • Reglugerðum
  • Niðurgreiðslum
  • Úthlutunarreglum
  • Kvóta

Gangi ykkur vel, en vegferðin er dauðadæmd og mun framleiða fórnarlömb - oft ófyrirséð.


mbl.is „Risastórt skref í átt að lausn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jógúrt er akkúrat ein af fáum vörutegundum sem vafin er inn í reglugerðir, niðurgreiðslur, úthlutunarreglur og kvóta. Og einkaframtakið hefur verið alsráðandi á húsnæðismarkaði og hefur staðið sig með eindæmum illa. En þar eru engar niðurgreiðslur, úthlutunarreglur eða kvótar. Og reglugerðirnar miða flestar að því að húsnæði sé ekki heilsuspillandi eða hættulegt.

Núna á að leysa klúður, græðgi og kæruleysi einkaframtaksins með:

    • Reglugerðum

    • Niðurgreiðslum

    • Úthlutunarreglum

    • Kvóta

     aðferð sem komið hefur í veg fyrir skort á jógúrt.

    Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2019 kl. 23:02

    2 Smámynd: Geir Ágústsson

    Mikil er trúin á Þá sem ráðskast með eigur annarra.

    Geir Ágústsson, 23.1.2019 kl. 04:55

    3 Smámynd: Geir Ágústsson

    Það er annars einstaklega skondið að hér sé bent á að jógúrt sé til vegna allskyns miðstýringar. Var ekki til jógúrt áður en íslenska ríkið stofnaði landbúnaðarráðuneyti? Er ekki til jógúrt í útlöndum?

    Hvað með bláberjabragðið? Er það líka á könnu ríkisins?

    Er svo hægt að gleyma ríkisafskiptum af húsnæðismarkaði? Hið opinbera þarf að samþykkja hverja teikningu. Menn gera deiliskipulag og hvaðeina. Menn hafa vísvitandi lokað ódýrum lóðum og þröngvað verktaka til að byggja á dýrum, og það gengur ekki upp nema byggja þar lúxusíbúðir.

    Þetta er hreint og beint kostulegt. Það á að lækna svöðusárið með sveðju.

    Geir Ágústsson, 23.1.2019 kl. 21:36

    4 identicon

    Það sagði enginn að að jógúrt sé til vegna allskyns miðstýringar. Læra verkfræðingar ekki lestur? En ef þú vilt eitthvað skondið get ég bent þér á að hús voru reist, vegir lagðir og brýr byggðar þó engir væru verkfræðingarnir. Og margt af því hefur staðið öldum lengur en það sem verkfræðingar hafa hannað. Er það sönnun þess að verkfræðingar séu óþarfir og þegar best lætur gagnslausir? Skondin pæling.

    Er svo hægt að komast hjá ríkisafskiptum af húsnæðismarkaði? Hið opinbera þarf að samþykkja hverja teikningu, byggingafulltrúi, til að byggingar standist skipulag og séu ekki heilsuspillandi eða hættulegar. Einkaframtakið vill byggja en þeim hættir til að nota steypu sem ekki ber hæðirnar fyrir ofan.     Menn gera deiliskipulag og hvaðeina, svo þú getir verið viss um að við hlið þér rísi ekki verksmiðja árið eftir að þú flytur inn í nýju fínu íbúðina. Einkaframtakinu er alveg sama um væntingar, vonir og heilsu næstu nágranna ef græða má á því að gera sorphauga á næstu lóð.     Menn hafa hvergi lokað ódýrum lóðum og þröngvað verktaka til að byggja á dýrum, en einkaframtakið vill bara byggja lúxusíbúðir sem skila mestum hagnaði. Á meðan nóg framboð er af ódýrum lóðum á höfuðborgarsvæðinu slást verktakar um dýrustu lóðirnar í miðbæ Reykjavíkur og hundsa þær ódýru.

    Vagn (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 00:04

    5 Smámynd: Geir Ágústsson

    Mátti skilja þig sem svo að þér finnst öll ríkisafskiptin af jógúrti vera óþarfi?

    Og að enginn einkaaðili hagnist á því að gera hluti vel?

    Og að reglugerðir séu nauðsynlegar til að bjarga okkur frá lífshættu?

    Ég tel mig ekki misskilja margt og finnst augljóst að þú oftreystir stjórnmálamönnum og ókjörnum embættismönnum og vantreystir markaðsahaldinu og neytendum.

    Geir Ágústsson, 24.1.2019 kl. 16:17

    6 identicon

    Spurningarnar koma ekki á óvart, miðað við lesskilning þinn. Og oftraust mitt á stjórnkerfi samfélagsins er síst meira en oftrú þín á heiðarleika, umhyggju og vandvirkni verktaka og atvinnurekenda.

    Vagn (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 19:50

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband