Þetta með rekstur ríkissjóðs til framtíðar

Hugsum okkur hjón sem reka heimili. Þau afla tekna og taka á sig útgjöld af ýmsu tagi. Þau skiptast á að sjá um bókhaldið. Maðurinn sér um þau annað hvert ár, og konan hitt. 

Þegar maðurinn sér um bókhaldið á hann það til að kaupa hluti, gjarnan á raðgreiðslum. Hann safnar yfirdrætti. Hann kaupir fjórhjól, vélsleða, nýjan bíl, húsvagn, heitan pott og endurnýjar öll gólf. 

Konan sér ekki að neitt er í ólagi því manninum tekst alltaf að krækja í stærri yfirdrátt eða útvega sér nýtt kreditkort. Konan sér vissulega allt það sem er keypt en er bara ánægð með það. Það er gott að eiga nýjan bíl og allskonar hluti.

Svo kemur röðin að konunni. Hún fær bókhaldið í hendurnar. Hún sér að skuldirnar eru gríðarlegar og byrjar að borga þær niður. Tekjurnar duga til að borga af lánunum og reka heimilið en það er ekki ráðrúm til að kaupa neitt nýtt. Manninum leiðist þetta en þarf að sætta sig við að bókhaldið er í höndum konunnar.

Konan selur ekkert af því sem var keypt af manninum. Hún borgar veðið niður og allar skuldir.

Röðin kemur að manninum aftur.

Hann sér að allar skuldir eru farnar og hefst á ný handa við að eyða í allskonar umfram reksturinn.

Þegar röðin kemur að konunni næst þarf hún að byrja upp á nýtt.

Hvað gæti hún gert til að brjóta þennan vítahring?

Hún gæti auðvitað tekið möguleika manns síns til að eyða úr sambandi.

Hún gæti beint hluta tekna þeirra inn á fastan sparnað áður en launin lenda á launareikningi hjónanna. Hún gæti líka stofnað sérstakan reikning fyrir föst útgjöld sem er sjálfkrafa millifært inn á um hver mánaðarmót. 

Hún gæti hringt í bankann og beðið hann um að loka kreditkortunum. 

Hún getur beðið bankann um að núlla yfirdráttarheimildina.

Hún gæti selt hið stóra hús sem má veðsetja fyrir mikið fé og keypt litla íbúð sem leyfir miklu minni veðheimild.

Með breytingum á ytri aðstæðum getur konan takmarkað rými manns síns til að stofna heimilisbókhaldinu í voða.

Þetta er ríkisstjórnin ekki að gera. Hún er að þenja út báknið. Næsta ríkisstjórn getur blásið til gríðarlegrar skuldasöfnunar enda hefur hún til umráða himinháar skattprósentur og útblásið ríkisbákn.

Á þetta bendir enginn.

Einkavæðum allt.


mbl.is Skuldir lækkað um 660 milljarða frá 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband