Miðvikudagur, 2. janúar 2019
Hvenær verður einhver öfgamaður?
Morgunblaðið kallar lýðræðislega kjörinn forseta Brasilíu öfgamann.
Það væri fróðlegt að heyra rökin á bak við þann stóra stimpil.
Eins væri fróðlegt að heyra hvers vegna háværar básúnur á vinstrikantinum sleppa við að vera kallaðar öfgamanneskjur.
Er formaður stéttarfélagsins VR á Íslandi ekki vinstri öfgamaður? Hvers vegna ekki? Það er ekki eins og hann feti hinn gullna meðalveg.
Hvað með formann stjórnmálaflokksins Íslensku þjóðfylkingarinnar? Kallast hann hægri öfgamaður? Hann talar oftar en ekki eins og venjulegur, danskur sósíaldemókrati. Eru það öfgar á Íslandi?
Kannski er hyggilegt að spara stóru stimplana fyrir stór tilefni. Annars er hætt við að sterkustu orðin þynnist út í tali okkar. Þá fer venjulegt fólk að fá á sig óvenjulega stimpla, og ég efast um að það sé neinum til gagns.
Um leið vil ég brydda upp á öðru orði sem á e.t.v. oft betur við um fólk sem talar ekki eins og meginlína fjölmiðlafólks mælir fyrir um: Róttækur.
Það er hægt að vera róttækur án þess að vera öfgamaður. Orðið felur heldur ekki í sér neinn sleggjudóm annan en að lýsa hneykslun blaðamanns á því að einhver vogi sér að stíga út fyrir þröngan hring pólitísks rétttrúnaðar. Um leið má kalla sjálfan sig róttækan til að leggja áherslu á að meginlína fjölmiðlafólks eigi ekki við um allt.
Er forseti Brasilíu ekki bara róttækur, eins og formaður VR?
Boðar herferð gegn vinstri hugmyndafræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:48 | Facebook
Athugasemdir
Fréttaflutningur Morgunblaðsins er pólitískur rétttrúnaður svo um munar. Oftast má ekki sjá á milli Moggans og Fréttablaðsins.
Í mínum huga eru Samfylkingin, VG og Pírataflokkurinn öfgaflokkar sem eru stórhættulegir íslenzku þjóðfélagi.
Aztec, 2.1.2019 kl. 10:43
Flest öll lýsingarorðin sem koma fram í þessari frétt eru orðin svo útþynnt af fjölmiðlum sjálfum að það er ekkert mark takandi á þeim orðum eða fjölmiðlunum sjálfum.
Svona vinnur vinstrið á mótherjum sínum, þ.e.a.s öllum sem eru ekki í þessum þrönga hring pólitísks rétttrúnaðar, með því að henda lýsingarorðum á viðkomandi og í flestum tilvikum er um lygi að ræða eða stjarnfræðilega miklar ýkjur. Miðað við þessi orð það er brasilía eflaust í góðum málum með þennan mann við stjórnvölin.
Halldór (IP-tala skráð) 2.1.2019 kl. 12:32
Í grunninn er þetta alltaf spurning um peninga.
Í fyrsta lagi, þá er ódýrara að vera óreynda krakka á launum við að þýða fréttir úr öðrum miðlum, taka rúnt á samfélagsmiðlum til að búa til "fréttir" og birta samantektir lögreglu um statístik gærdagsins.
Krakkarnir í dag, sem leggja fyrir sig "blaðamennsku" eru í þessu vegna þess að þeir telja blaðamennsku vera tækifæri til að innræta fólki eigin skoðanir.
Þessar skoðanir litast náttúrulega af barnaskap blaðabarnanna, heilagri vandlætingu og rétttrúnaði.
Í öðru lagi er þetta spurning um markað. Eldra fólk, sem er hægrisinnaðra en ungt fólk, er ekki góður markhópur. Það skilar færri klikkum á netmiðlum, og hafa tiltölulega lítinn áhuga á hvað poppstjörnur í Ameríku og Bretlandi eru að stússa. Frétt sem hefði þann boðskap að Trump sé ekki klikkaður, og að Sigmundur Davíð sé besta skinn, eru ólíkleg til að safna klikkum frá unga markhópnum, og því eru Trump og Sigmundur hægri öfgamenn, fulltrúar feðraveldisins, rasistar og hvítir þjóðernisöfgamenn. Allt sem unga fólkinu hefur verið innprentað.
Í þriðja lagi má velta fyrir sér sambandi fjölmiðils á borð við Mbl, við stórfyrtæki og stofanir, sem hafa alþjóðavæðingu að leiðarljósi. Enginn áróður, engir peningar. Ef Trump og Sigmundur eru ekki klikkaðir, þá fást engir peningar.
Fjárhagslegir hagsmunir ráða því að Mbl kallar hægrisinnaðan forseta í Brasilíu, hægri öfgamann
Hilmar (IP-tala skráð) 2.1.2019 kl. 14:39
Þetta orðalag lýsir pólitískri slagsíðu blaðamannsins, slagsíðu miðilsins sem þýtt er upp úr, eða lélegri enskukunnáttu blaðamanns.
Þeim fer fækkandi sem leggja fyrir sig blaðamennsku vegna áhuga á að flytja fólki vandaðar fréttir og fréttaskýringar. Hugsa að megnið af þeim sem fara í þetta starf stefni á að komast fljótlega að kjötkötlunum sem fjölmiðlafulltrúar hjá einhverri opinberu stofnuninni eða málpípur einhverra hagsmunaaðila. Hinir eru líklega í þessu vegna áhuga á að troða eigin skoðunum upp á annað fólk. (Og mér finnst það nú eiginlega illskárri lífshugsjón en að enda sem blaðafulltrúi.)
Þorsteinn Siglaugsson, 2.1.2019 kl. 17:12
Ég hef tekið eftir því núna í meira en 15 ár að til þess að hafa rangt fyrir sér, þá er í 70% + tilvika nóg að hafa bara skoðun sem er þveröfugt við hvað svosem fjölmiðlar hafa.
Ef fjölmiðill segir að sjórinn sé blautur, þá er kominn tími til að efast.
Og nú hafa þeir eitthvað á móti þessum Bolsanaro. Sem, þýðir að sá náungi er brilljant. Sem hann reynist reyndar vera við nánari skoðun.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.1.2019 kl. 17:53
Ég hef tekið eftir því núna í meira en 15 ár að til þess að hafa rétt fyrir sér, þá er í 70% + tilvika nóg að hafa bara skoðun sem er þveröfugt við hvað svosem fjölmiðlar hafa.
Ef fjölmiðill segir að sjórinn sé blautur, þá er kominn tími til að efast.
Og nú hafa þeir eitthvað á móti þessum Bolsanaro. Sem, þýðir að sá náungi er brilljant. Sem hann reynist reyndar vera við nánari skoðun.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.1.2019 kl. 17:54
Hér hafa margar skýringar á stimplagleði blaðamanna verið gefnar og allar góðar.
Ég veit ekki hver framtíð blaðamennskunnar er. Vísbendingar eru um að sérstakar hugveitur, fjármagnaðar af hagsmunasamtökum, séu að fá meira og meira vægi, og sjái í auknum mæli um að rannsaka og gefa út efni sem almenningur getur svo tekið afstöðu til, með eða án aðstoðar blaðamanna.
Þannig sjái verkalýðsfélög um að framleiða ákveðið efni, og samtök atvinnulífsins annað, og reyna bæði að hafa áhrif á almenningsálitið og stjórnmálamenn. Ríkið er svo stórt og valdamikið svo það mikilvægasta er að komast að eyrum löggjafans og fá hann til að berja á andstæðingum sínum.
En sjáum hvað setur.
Geir Ágústsson, 3.1.2019 kl. 07:21
Egill Helga fullyrti í sinni áramótagein að Pia væri RASISITI af því hún hafði áhyggjur af flóði flóttamanna til Danmerkur. Heimir í Kryddsíld var með svo undarlegar útlistanir á popúlisma að alla við borðið setti hljóða samtt smellpassaði útskýringin við Viðreisn sem hefur bara eitt stefnumál
Það þorir enginn að lýsa öðrum sem föngulegum í dag þó svo það þýði í raun myndarlegur
Grímur (IP-tala skráð) 3.1.2019 kl. 14:41
Ekki veit ég hvort þessi Bolsonaro sé öfgamaður eða fasisti.
Það veldur hins vegar áhyggjum ef hann ætlar að veita leyfi til að ráðast á regnskógana, "lungu jarðarinnar".
Það kemur okkur öllum við.
Hörður Þormar, 3.1.2019 kl. 15:47
Verð að segja að mér finnst, Þorsteinn Siglaugsson hitta naglann á höfuðið í þessu sambandi.
Ég vil leggja til, að mér finnst orð Churchill eiga rétt á sér. "The fascist of the future, will be called anti-fascists". Maður talar um "upplýsingaherferð" gegn vinstri, sem "róttækt".
Tökum Svíþjóð, sem dæmi ... stjórnar "elítan" er svo upptekin af sjálfum sér, og pólitískum réttrúnaði að þeir geta ekki myndað stjórn. Fyrir hverjum, eru þessir "pólitíkusar" að apa upp réttrúnaðarfæðina? Ekki sænsku þjóðinni, sem hefur verið upptekin undanfarin ár við að velja "non-of-the-above"
Örn Einar Hansen, 3.1.2019 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.