Hvað ef Marel ræki sjúkrahús?

Marel er virkur þátttakandi í að auka verðmætasköpun sjávarútvegs á Íslandi og raunar um allan heim.

Þar vinna vélvirkjar, stálsmiðir, forritarar, viðskiptafræðingar og verkfræðingar hörðum höndum að því að aðstoða viðskiptavini sína í að fá meira fyrir minna, eða svo hið óvinsæla orð sé notað, að græða. Hver einasti fiskur sem dreginn er á land er meira virði í dag en áður en Marel kom til leiks. Sá fiskur fæðir fleiri og minna endar á ruslahaugum eða í gini svína. Að hugsa sér!

Það er því áhugavert að velta fyrir sér hvað gæti gerst ef Marel, eða skyld fyrirtæki, fengi að koma að rekstri heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Væri hægt að sjálfvirknivæða eitthvað? Væri hægt að innleiða tækni þar sem mistækar hendur mannsins vinna í dag? Væri hægt að nota gögn á markvissari hátt? Væri auðveldar hægt að spá fyrir um erfiða sjúkdóma og gera þá auðvelda? 

Þessu munu Íslendingar sennilega aldrei komast að því þegar kemur að ríkisrekstri eru þeir fastheldnir. Það tókst með herkjum að einkavæða sementsverksmiðju og bílaskoðun og jarðgöng undir fjörð og koma lit í sjónvarpið og öðrum en RÚV í rekstur ljósvakamiðla. Það mun sennilega aldrei takast að einkavæða Landsspítalann jafnvel þótt hægt væri að sækja dæmi um vel heppnaða einkavæðingu af því tagi til Norðurlandaþjóðanna (sem er vel á minnst hægt).

"Fylgjum fordæmi nágranna okkar í Evrópu" segja Íslendingar, en bara þegar sömu nágrannar innleiða hærri skatta, fleiri reglur og meiri ríkisrekstur. Þetta viðmið á aldrei við þegar kemur að því að sleppa tökunum. Íslendingar eru að þessu leyti kaþólskari en páfinn


mbl.is Stofnendurnir ótrúlega framsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir,

Þú ert, að mér sýnist, eini Íslendingurinn sem skrifar af einhverju viti um íslensk stjórnmál. 

Bestu kveðjur,

B.

Bernheim (IP-tala skráð) 31.12.2018 kl. 05:36

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir það. Þórey vil ég meina að þeirra séu nokkuð fleiri. Nokkur dæmi:

- olibjorn.is

- thjodmal.is

- Fréttablaðsgreinar Katrínar Atladóttur, borgarfulltrúa 

Geir Ágústsson, 31.12.2018 kl. 11:40

3 identicon

Þá væri þjónustan náttúrulega eins og hún er hjá Marel. Þeir sem borga fá og þeir sem borga mest fá mest. Það sem ekki borgar sig að gera er ekki gert og hagnaður eigenda hefur algeran forgang. Marel og þeir jarðarbúar sem hefðu efni á þjónustunni mundu blómstra.

Vagn (IP-tala skráð) 31.12.2018 kl. 17:55

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Er þetta uoplifun þín af td bílum og gleraugum? Að það sé skömm að því að það eigi ekki allir BMW og ray Ban?

Geir Ágústsson, 31.12.2018 kl. 20:31

5 identicon

Já, þetta er upplifun mín af td bílum og gleraugum. Það eiga ekki allir BMW og RayBan, það er staðreynd. Hvort það sé skömm, æskilegt, rétt eða rangt sagði ég ekkert um. Tveir plús tveir eru fjórir sama hvaða skoðanir við höfum. Hvort það sé skömm, æskilegt, rétt eða rangt að aðeins hluti þjóðarinnar njóti heilbrigðisþjónustu er einnig háð mati hvers og eins. Þitt mat liggur fyrir og til hamingju með það.

Vagn (IP-tala skráð) 31.12.2018 kl. 20:59

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Mitt mat er að einokun sé ekki farsælt fyrirkomulag.

Geir Ágústsson, 31.12.2018 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband