Föstudagur, 28. desember 2018
Risaeðlur skipuleggja viðbrögð við loftsteini
Fyrir 65 milljónum ára skall loftsteinn á Jörðina sem breytti veðurfari Jarðarinnar allrar í þá veruna að risaeðlurnar gátu ekki þolað við, eða svo hljóðar ein kenningin.
Risaeðlurnar gátu ekki brugðist við með neinum hætti. Þær gátu litið til himins og séð hvað var að gerast og beðið örlaga sinna.
Verkalýðsfélög eiga í vændum sömu örlög og risaeðlurnar.
Fólk mun ekki sætta sig við að láta aðra semja um laun sín, kaup og kjör. Vissulega mun fólk vilja aðgang að lögfræðingi til að renna yfir samninga og bregðast við brotum á réttindum sínum. Slíka þjónustu veita verkalýðsfélög vissulega en sömuleiðis sérhæfðir aðilar sem láta það alveg eiga sig að byggja sumarbústaði og niðurgreiða gleraugu, t.d. Félag lykilmanna á Íslandi. Í Danmörku eru slík stéttarfélög kölluð gul stéttarfélög, á meðan risaeðlurnar kallast rauð stéttarfélög (með skírskotun í kommúnískar rætur þeirra).
Launataxtar rauðu stéttarfélaganna umbuna meðalmennsku. Þeir sem standa sig best fá ekki hærri laun. Þeir lélegustu njóta meðallauna eins og aðrir og hafa enga hvata til að bæta við sig verðmætaskapandi hæfileikum. Stéttarfélögin byggja sér risahallir og ráða fjölda einstaklinga til að miðla sumarbústöðum og gleraugnastyrkjum. Allt kostar þetta félagsmenn fúlgur fjár sem þeir fá aldrei til baka, sama hvað þeir fara oft í sumarbústað.
Auðvitað er ríkisvaldið ekki að fara afnema ýmis forréttindi stéttarfélaganna. Það hentar ríkisvaldinu ákaflega vel að sópa ákveðnum fagstéttum inn í girðingar og geta svo bara átt við þær þar. Ríkið lofar starfsöryggi í skiptum fyrir flókna launataxta sem fólk festist í. Þetta tryggir trygga kjósendur sem óttast ys og þys hins frjálsa markaðar.
Loftsteininn er samt lagður af stað og risaeðlurnar ættu að líta til himins.
![]() |
Formaður VR bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þegar loftsteinninn lendir, verði það ekki alveg með eins miklu dómadagsbrölti og forðum. Risaeðlurnar í dag hafa nefnilega talsvert til síns máls, sem gæti dempað skaðann. Ekki það, að þær einar viti. Lofthjúpi jarðar mætti líkja við almenna skynsemi, sem sveigði steininum á brott og vonandi nýtist það til þess að fólk eigi til hnífs og skeiðar, án þess sem nánast má líkja við þrældóm vinnandi fólks, í fjötrum okurvaxta, fáránelgs húsnæðiskostnaðar og þess að horfa upp á fulltrúa sína á Alþingi fótum troða sjálfstæði landsins, með eftirgjöf undan erlendu valdi, eins og ódýrar portkonur í drykkjuhverfi hvaða borgar sem er.
Það er eflaust gott að vera í Danmörku, en prufaðu eins og tvö, þrjú ár á klakanum. Það gæti orðið athyglisvert. "All by your self. You ain't gona like it"
Góðar stundir, með áramótakveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 29.12.2018 kl. 01:36
Fólkið lætur allt sitt sparifé af hendi rakna hvort sem það vill það eða ekki til lífeyrissjóðanna sem hafa fullt leyfi til að stunda áhættufjárfestingar og tapa fé án afleyðinga.
Það er þarna sem hægt er að gjörbreyta lífsskilyrðum almennings. Verði L.S leystir upp og iðgjöldum breytt í skyldusparnað sem mætti nota til íbúðakaupa þá væru húsnæðismálin leyst,engar félagsmálaíbúðir eða verkamannabústaðir. Ég mæli með því að fólk kynni sér starfsemi lífeyrissjóða.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 29.12.2018 kl. 10:03
Halldór ekki gleyma því að Ísland er ábyggilega eitt besta land í heimi. Það er bara ekki fyrir gamalt fólk.
Ástæðan er óstöðugleiki og öfgar sem gerir allt sprelllifandi.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 29.12.2018 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.