Er tími ofurviðkvæmni að líða undir lok?

Undanfarin 10-20 ár hefur ríkt ofurviðkvæmni í mörgum samfélögum. Slíkri viðkvæmni mætti lýsa sem svo að sá sem móðgast fyrstur eða stimplar sig sem mesta fórnarlambið hefur fengið að ráða yfir öllum öðrum.

Þessi ofurviðkvæmni hefur náð góðum tökum á íslenskri dægurmálaumræðu. Besta dæmið er sennilega vitleysan sem fór í gang þegar einhver hjúkrunarfræðingurinn móðgaðist yfir því að hafa lesið orðið hjúkrunarkona í barnabók og vatt sér á samfélagsmiðla til að lýsa yfir hneykslun sinni. 

Í Danmörku, þar sem ég bý, hafa sumir reynt að láta ofurviðkvæmnina stjórna öðrum en tekist eitthvað illa upp. Eitt mál fékk þó nokkra athygli í fjölmiðlum hér. Þeldökk kona hafði móðgast yfir því að samstarfsfélagar hafi sungið gamalt og þekkt danskt þjóðlag um ljóshærða stúlku. Henni fannst hún vera skilin útundan. Ég held að Danir hafi að lokum ákveðið að þetta væri kjánaskapur og að lagið væri gott og gilt.

Uppreisnin gegn ofurviðkvæmninni er vonandi hafin.


mbl.is „Láta ráðið ekki berja á sér lengur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband