Lögreglan svífur að Pétursbúð

Einhver þrælaeigandinn heldur fólki við vinnu í matvöruverslun, sennilega hlekkjað við afgreiðsluborðið, langt inn í aðfangadag. Það ætti að siga lögreglunni á hann.

Annars staðar sitja menn við tölvuna eða rennibekkinn og framleiða arðbærar lausnir við áríðandi vandamálum og svíkja þar með löggjafann og kirkjuna um heilagan frítíma.

Á flestum heimilum hamast fólk svo við að búa til soð og steikja kjöt og gleyma alveg að slappa af.

Á næsta ári verður brjálað að gera hjá Alþingismönnum að skrifa viðurlög við því hneyksli sem vinna á jólunum er!

Eða hvað?

Ég held að afleiðingin af ströngum íslenskum helgidagalögum sé sú að venjulegt fólk lendir í vandræðum því úrræði þess verða færri.

Að vísu hafa þessi lög rýmkað örlítið undanfarin ár en miðað við þau dönsku líkist Ísland hálfgerðu klerkaríki. Eða hvenær verður hægt að fá sér í glas á föstudaginn langa eða fara út að borða á aðfangadag?


mbl.is Bjargvættur Íslendinga um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband