Hvar sæki ég um?

Ríkisstyrkir þvinga fé frá einum til annars, brengla markaðinn, senda röng skilaboð, niðurgreiða óhagkvæmni, refsa óstyrktri en hagkvæmari samkeppni, gera móttakendur að ölmusaþegum, taka úr sambandi óskir neytenda og svona má lengi telja.

Engu að síður er freistandi að skoða alla þessa ríkisstyrki og athuga hvort það sé hægt að krækja í einhverja þeirra og fá þannig hluta af skattgreiðslum sínum endurgreiddar.

Nú bý ég að vísu í Danmörku en ég leyfi mér stundum að hugsa sem svo að ég búi á Íslandi.

Það á sem sagt að niðurgreiða þýðingar á Lukku Láka og Ástríki. Hvað ætli pólitíska rétttrúnaðarkirkjan segi við því? Má fjalla um indíána með þeim hætti sem gert er í Lukku Láka? Er Steinríkur ekki staðalímynd feita og lata mannsins? Nú þegar ríkisstyrkir eru komnir í spilið er ekki lengur um að ræða frjálst samstarf útgefenda og neytenda. Nei, skattgreiðendur eru komnir í málið. Hvernig fer það?

Nú þegar eru gefnar út fjölmargar bækur í númeruðum ritröðum. Gengur það ekki bara prýðilega án ríkisstyrkjanna? Eitt í uppáhaldi á mínu heimili er Skúli skelfir. Þar er strákur með athyglisbrest sýndur ganga af göflunum með reglulegum hætti um leið og sköpunargleði hans er kæfð og ofbeldishneigð hans er ræktuð. Þetta er í lagi án ríkisstyrkja. Hvað gerist þegar skattgreiðendur eru þvingaðir að útgáfunni?

Ég skrifa oft og mikið á ýmsum tungumálum. Hvað þarf ég að skrifa og á hvaða tungumáli til að krækja í ríkisstyrki? Það er jú svo erfitt að fá fólk til að kaupa af fúsum og frjálsum vilja.


mbl.is Lukku-Láki og Ástríkur fá endurgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prófaðu að sækja um ríkisstyrk til ráðuneytisins t.d. út á bloggið þitt. Ég skal senda þér reikning svo þú getir sýnt fram á kostnað. Svo getum við skipt á milli okkar styrknum.

Mbk, Réttsýni Ritskoðarinn

freemason (IP-tala skráð) 15.12.2018 kl. 08:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er gott plan. Kannski ég eigi að skrifa á ensku og tölusetja færslurnar og þýða svo á íslensku og hljóta styrki fyrir.

Geir Ágústsson, 15.12.2018 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband