Miðstýrð einokun leiðir til einsleitni

Menntakerfið er frekar einsleitt, frekar miðstýrt einokunarbákn.

Slík bákn svara sjaldan kröfum nokkurs manns nema þeirra sem starfa innan kerfisins.

Miðstýrð ríkiseinokun leiðir til einsleitni og þrýstir fólki af öllum gerðum inn í sömu mótin. Sumir fljúga í gegn en aðrir brotna á leiðinni.

Vonandi kemur þetta engum á óvart. Um leið vona ég að fólk hugleiði aðeins áhrif þess að halda menntakerfinu í slíkri gíslingu.


mbl.is Snýst allt um þessa hvítu húfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algjörlega sammála þér að það verði að koma sem flestu úr heljargreipum ríkissins. Frá mínum bæjardyrum eru 2 ástæður fyrir lélegum lífskjörum almennings.

1. Ofvaxið ríkisbákn sem viðist skila minna til þjóðfélagsins því meira sem það tekur til sín.

2. Aukaskattur upp á 15.5% sem er kallaður (samtryggingar)lífeyrissjóður. Ef almenningur fengi að nýta þessa fjármuni til íbúðakaupa þá væri húsnæðisvandinn leystur að stórum hluta. 

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 16.12.2018 kl. 09:34

2 identicon

"Menntun metin til launa" eru allir hringinn í kringum samningarborðið sammála um og skiptir þá engu þó sú menntun nýst ekkert í því starfi sem viðkomandi gegnir. Sumir hafa líka grenjað hástöfum yfir að hafa ekki fengið embætti þó svo að umsækjandi sé með doktorspróf í þjóðfræði.

Grímur (IP-tala skráð) 16.12.2018 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband