Miðvikudagur, 5. desember 2018
Innflytjendur eru ekki bara innflytjendur
Í allri umræðu um innflytjendur þarf að fara mjög varlega í alhæfingar en auðvitað má lýsa hlutum í grófum dráttum án þess að drukkna í tölfræði.
Innflytjendur eru ekki bara innflytjendur. Innflytjendur hafa upprunaland, trú, ásetning og viðhorf við landsins sem þeir flytja til.
Flestir innflytjendur eru sennilega í leit að tækifærum í lífinu. Þeir vilja finna vinnu, aðlagast að einhverju leyti menningu, siðum og tungumáli heimamanna og standa á eigin fótum.
Aðrir innflytjendur eru bara að leita að ölmusa. Þeim er ekkert sérstaklega vel við menningu, siði og trúarbrögð heimamanna. Þeim er svo sem alveg sama um tungumálið. Sumir fyrirlíta meira að segja heimamenn þótt þeir taki glaðir við peningum þeirra.
Sumir innflytjendur koma frá mjög ólíkum menningarheimum. Á meðan við kennum börnum okkar að forðast líkamleg átök á skólalóðinni nema í sjálfsvörn er sumum börnum kennt að berja frá sér að fyrra bragði og gera árás áður en varnirnar verða of sterkar. Á meðan við tölum um jafnrétti og virðingu tala aðrir um að konur eigi að vera undirlægjur karlmanna og eigi helst ekki að geta sótt nám.
Innflytjendur frá sumum menningarheimum eru marktækt ofbeldishneigðari en almenningur almennt og fremja hlutfallslega miklu fleiri ofbeldisglæpi og nauðganir en aðrir. Tölfræðin getur verið mjög sláandi.
Pólskur innflytjandi er í engu sambærilegur við innflytjanda frá afrísku múslímaríki. Að hafa það í huga skiptir máli.
23% Suðurnesjabúa eru innflytjendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Facebook
Athugasemdir
http://www.friatider.se/eu-alla-b-r-skriva-p-migrationspakten
Hvernig stendur á því, að það er ekki eitt einasta orð í fjölmiðlunum á Íslandi um þetta samkomulag sem SÞ ætlast til að allar þjóðir á jörðinni skrifi upp á.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 5.12.2018 kl. 14:23
Það þorir kannski enginn að minnast á það?
Hérna í Danmörku er þetta skjal rætt mjög opinskátt - kostir þess og gallar og afleiðingar fyrir landið. Enginn er uppnefndur rasisti fyrir vikið. Danir hafa brennt sig svo hressilega á mistökum fortíðar í innflytjendamálum að þeir þora að hugleiða aðrar nálganir. Íslendingar ætla kannski ekki að læra neitt af þeim mistökum?
Geir Ágústsson, 5.12.2018 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.