Mánudagur, 3. desember 2018
Þetta er rétti andinn!
Loksins birtist hvítur hrafn á himni!
Lagt er til að leggja niður einhvern afkima hins opinbera og koma lögbundnum verkefnum hans annað en láta annars afganginn eftir einkaaðilum, hafi þeir áhuga.
Ekki er talað um að hagræða, skera niður, endurraða skipuriti eða neitt slíkt.
Nei, það er talað um að leggja niður.
Mikið er þetta frískandi!
Það þarf miklu, miklu meira af svona framtaki.
Það er kannski hægt að færa einhver veik rök fyrir því að hið opinbera eigi að svipta okkur sjálfræði, fjárræði og ákvarðanavaldi yfir einhverjum takmörkuðum sviðum, tímabundið.
En að það brenni fé í framkvæmdir, áhætturekstur, einokunarrekstur og þess háttar verður ekki réttlætanlegt betur en menn reyndu að réttlæta þrælahald á sínum tíma, eða reyna að réttlæta starfsemi mafíusamtaka.
Gott mál, fröken borgarfulltrúi!
Vill leggja niður skrifstofuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mætti ekki leggja niður SjálfstæðisFLokkin í leiðinni...?.....mynda spara þjóðinni stórfé.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.12.2018 kl. 12:25
Sæll Geir. Ég held nú að Hildur sé frú en ekki fröken=ungfrú. Hún á svo margar alnöfnur í símaskránni að erfitt er að finna með hverjum, ef einhverjum, hún býr. En þú hefur kannski heimildir um það að hún sé einhleyp.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 3.12.2018 kl. 13:12
Að taka alla flokka af fjárlögum og ríkisstyrkjum ætti auðvitað að gerast sem fyrst.
Ég hélt að það mætti segja "fröken" sem almennt ávarp til kvenna óháð hjúskaparstöðu?
Geir Ágústsson, 3.12.2018 kl. 14:31
Loksins einhver með góða hugmynd.
Vonum nú að hún komist í verk.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.12.2018 kl. 17:10
Sæll aftur. Fröken er auðvitað dönskusletta og þýðir ungfrú. Svo hefur komist á sá siður, líklega frá danskinum, að ávarpa þjónustustúlkur á veitingahúsum o.fl. sem frökenar, enda veit enginn hjúskaparstöðu þeirra. En borgarfulltrúi er ekki þjónustustúlka, og mér finnst það alls ekki kurteisi að ávarpa fullveðja konu þannig, hvort sem hún er gift eða ekki. Þsð er t.d. aflagt í þýsku að titla fullveðja konur Fräulein þótt ógiftar séu, sá titill er aðeins notaður f. ungar stúlkur.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 3.12.2018 kl. 20:37
Fröken hefur sömu merkingu og jómfrú, eða jomfru á dönsku. Það er ógift kona. Sá eini sem titlar sig jómfrú á Íslandi heitir Jakob og er nánar tiltekið smurbrauðsjómfrú, á Jómfrúnni auðvitað.
Mér finnst hins vegar ekki fráleitt að líta á hlutverk borgarfulltrúa sem þjónustuhlutverk. Hluti þess er að passa upp á að fé skattgreiðenda sé ekki misnotað og því þjónustuhlutverki gegnir Hildur vel. Hún á því alveg skilið að vera kölluð fröken.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.12.2018 kl. 10:47
Sæll Þorsteinn. Finnst þér þá kannski að ávarpa eigi kvenkyns ráðherra líka sem fröken? Orðið minister, sem notað er í mörgum evrópskum málum, er úr latínu og þýðir þjónn. Þegar Ísl. fengu þetta embætti vildu þeir ekki að sá sem gegndi því væri þjónn heldur ráðherra. En á þessi tilvísun til þjónustuhlutverks bara við um konur?
Ingibjörg (IP-tala skráð) 4.12.2018 kl. 13:37
Sæl Ingibjörg. Það væri þá réttast að kalla ráðherrana þjóna. Það væri þá landbúnaðarþjónn, forsætisþjónn og svo framvegis. Svo er kannski bara best að ávarpa alla sem sinna þjónustustörfum sem fröken, konur jafnt sem karla
Þorsteinn Siglaugsson, 4.12.2018 kl. 15:05
Hún er víst trúlofuð í sambúð blessunin:
https://www.mbl.is/smartland/stars/2018/09/03/hildur_bjorns_og_jon_skafta_gifta_sig/
Geir Ágústsson, 4.12.2018 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.