Ekki endilega í höndum kjósenda, nei

Mikill er máttur lýðræðis!

Með lýðræði getur almenningur sópað óhæfum stjórnmálamönnum úr embættum!

Með lýðræði getur almenningur veitt stjórnvöldum aðhald!

Með lýðræði getur almenningur tryggt að yfir honum ríki hópur hæfra, ósérhlífinna og duglegra einstaklinga sem láta sér almannahag varða!

Með lýðræði má útrýma spillingu, hrossakaupum og misnotkun á fé skattgreiðenda!

Eða hvað?

Nei, svo er alls ekki, og ástæðan er einföld: Ríkisvaldið er alltof, alltof stórt til að lýðræði geti með nokkru móti bitið á óhæfum embættis- og stjórnmálamönnum.

Á fjórum árum gerist margt í lífi þingmanns: Hann kýs í óteljandi málum, kemur fram í mörgum umræðuþáttum og viðtölum, leggur margt til, reynir að stöðva annað og kemur víða við. 

Gefum okkur að á fjórum árum framkvæmi þingmaður um tvær embættisaðgerðir á viku sem koma fyrir sjónir almennings, eða um 100 ár ári. Það eru þá um 400 embættisverk á fjórum árum, og er þá varlega áætlað. Um helmingur má ætla að hafi fallið vel í meirihluta kjósenda, um fjórðungur illa, og um fjórðung lét engan varða sig.

Hlýtur þessi þingmaður endurkjör eða ekki?

Það er engin leið að spá fyrir um það. 

Það dettur engum í hug að versla í Bónus í fjögur ár og sjá svo til. Nei, því sama dag og neytandinn er ósáttur skiptir hann um verslun. Kannski fær búðin 2-3 tækifæri en þar við situr. Þetta er aðhald! Kosningar á fjögurra ára fresti eru frekar bitlausar þegar hver frambjóðandi þarf að hafa skoðanir á öllu milli himins og jarðar - ríkisvaldið er jú úti um allt! 

Nei, samtal nokkurra þingmanna verður ekki lagt fyrir dóm kjósenda. Fáir þeir reisupassann verður samtal þingmannanna lagt fyrir dóm hins frjálsa markaðar. Sitji þeir sem fastast er von til að samtalið gleymist og drukkni í einhverju öðru máli vikunnar.


mbl.is Framhaldið í þeirra höndum og kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband