Síminn lækkar, sjúkrarúmið hækkar

Í skiptum fyrir færri og færri krónur í dag fæst núna meiri og fullkomnari fjarskiptaþjónusta en í gær.

Í skiptum fyrir fleiri og fleiri krónur í dag fæst núna miklu minni og rýrari heilbrigðisþjónusta en í gær, þ.e. ef maður er ekki á biðlista þar sem engin þjónusta er í boði.

Heldur því einhver fram að það sé tæknilegra flóknara að setja upp og reka nýjustu gerðir af fjarskiptatækni en að rúlla manni inn og út úr ómskanna?

Nei, svo er ekki. Það er eitthvað annað í gangi hérna sem heitir: Markaðsaðhald.

Vonandi sjá þingmenn að þeir hvatar sem gera fjarskiptaþjónustu þeirri bæði betri og ódýrari eiga líka heima í heilbrigðisþjónustunni.


mbl.is Fjarskiptakostnaður þingmanna helmingast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Áfram skal haldið með að senda fólk í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar, ásamt fylgdarmanni. Oft flýgur hérlendur læknir með og framkvæmir aðgerðina á einkastofu! Geggjunin alger. Ekki má nýta Klínikina, því sósíalismi andskotans ræður för. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2018 kl. 23:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já eitthvað eiga Íslendingar eftir að læra af hinum Norðurlandaþjóðunum þar sem hið opinbera borgar oft einkaaðilum til að létta á biðlistum og sparar sér þannig að þurfa byggja við eigin afkastagetu en slíkt getur kostað stórfé. 

Geir Ágústsson, 1.10.2018 kl. 06:26

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Vonandi sjá þingmenn að þeir hvatar sem gera fjarskiptaþjónustu þeirri bæði betri og ódýrari eiga líka heima í heilbrigðisþjónustunni.""

Þetta snýst ekki um það. Nú 30 árum eftir að fyrirheitaland komanna hrundi eru kommar sem voru í ungliðahreyfingunni þá að komast til hæstu metorða, samanber forsætis og heilbrigðisráðherra í núverandi ríkistjórn. Þær eru enn að reyn að sanna fyrir okkur hinum að Sovétríkin hrundu vegna þar voru menn ekki nógu trúir Marxismanum.

Guðmundur Jónsson, 1.10.2018 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband