Engin samstaða í kortunum

Það mun aldrei nást neins konar samstaða um íslenska sjávarútveg fyrr en er búið að gera allan hagnað hans upptækan og setja ofan í ríkissjóð.

Um leið verður sjávarútvegurinn lagður í rúst og hann gerður að ölmusaþega eins og á við um sjávarútveg víðast hvar í heiminum.

Sameign er ekki nothæft hugtak. Sameign er gangurinn í fjölbýlishúsinu sem íbúar skiptast á að ryksuga eða borga til að láta aðra ryksuga. Fiskur í sjó er allt annars eðlis. Hann er annað hvort veiddur eða ekki og hann er ekki veiddur nema einhver telji sig hagnast á því. Sá hagnaður getur verið ölmusa úr vösum skattgreiðenda eða arður af hagkvæmum veiðum, vinnslu, dreifingu, markaðssetningu og sölu.

Ríkið vill hirða allan þann hagnað sem það getur, hvar sem hann er að finna. Þökk sé kaffihúsaspekingum Reykjavíkur hefur tekist að gera skattheimtu af sjávarútvegi gríðarlega mikla og heilu fyrirtækin jafnvel komin í þrot vegna hennar. 

Kommúnistar vilja að allar tegundir af hagnaði sópist ofan í peningadreifikerfi ríkisins. Reynslan ætti að hafa kennt okkur að hunsa slíkar beiðnir. Svo er þó ekki.


mbl.is Frumvarp mun vonandi skapa samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband