Eru listamannabæturnar ekki nóg?

Alveg afbrigðilega mikil áhersla virðist vera hjá ríkinu að framleiða afþreyingu. Kvikmyndaframleiðendur fá vaskinn endurgreiddan. Listamenn fá framfærslubætur. Tónleikar óvinsællar tónlistar eru niðurgreiddir. Leikhúsin, sem tapa flest kvöld fyrir kvikmyndahúsunum, fá gríðarlega styrki. Heilum her listamanna sem geta ekki framfleytt sér er haldið uppi af skattgreiðendum. Og nú er talað um skattaívilnanir.

Af hverju er þessi brjálæðislega áhersla á að framleiða afþreyingu? Hefur ríkið áhyggjur af því að fólk hafi of mikinn frítíma? Er ekki nóg að gera þótt ríkið skipti sér ekki af? 

Er vinnuvikan orðin of stutt hjá mörgum? Svo stutt að það þarf að hjálpa fólki að finna sér eitthvað að gera, bæði með niðurgreiðslum og ríkisrekstri? 

Átti ríkisvaldið ekki upphaflega að verja réttindi okkar og eigur, greina úr ágreiningsmálum og ef til vill rétta einhverjum hjálparhönd? Hvaða stjórnmálaheimspekingur barðist fyrir því að ríkið færi út í framleiðslu og niðurgreiðslu á leiðum til að drepa tímann? Hvaðan kom þessi hugmynd?


mbl.is Rithöfundar hafa áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skapandi greinar hér á Íslandi veltu 189 milljörðum króna árið 2009, útflutningstekjur þeirra voru þá 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371.

Þorsteinn Briem, 15.9.2018 kl. 17:38

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já, já og píramídar Egyptalands veltu sennilega 50% af landsframleiðslu Forn-Egyptalands. Spurningin er bara: Lengdust líf almennra borgara? Bötnuðu lífskjörin? Eða voru allir ánægðir ef bara steinsmiðir höfðu það gott?

Að sama skapi velta eflaust íslensk gróðurhús miklu þótt þau séu í niðurgreiddri, óhagkvæmnri samkeppni við sólina í suðrænari löndum. 

Listamenn eiga að þurfa standa undir sér sjálfir eins og aðrir.

Geir Ágústsson, 15.9.2018 kl. 17:50

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef þessar skapandi greinar græða svo mikið, af hverju þarf ríkið þá að styrkja þær, Steini? 

Ásgrímur Hartmannsson, 15.9.2018 kl. 18:18

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur, þú færð engin góð svör við þessari spurningu, en kannski þessi:

- Án styrkjanna hyrfi eitthvað mikilvægt: Íslensk menning, íslensk tunga, íslenskar hefðir, íslensk list, íslenskt lambakjöt, íslenskar agúrkur (!)

- Án styrkjanna yrði ringulreið: Starfsemi færi fram á svæðum og stöðum utan seilingar þeirra sem telja sig vita mest og best um hvað sé raunveruleg list

- Án styrkjanna hyrfi eitthvað verðmætt: Venjulegt fólk, fyrir utan álitsgjafa, færi stjarft að elta Hollywood-myndir og ódýrar glæpasögur. Enginn hefði vit á því að sækjast í raunverulega þekkingu og visku

- Án styrkjanna þyrftu hæfileikaríkir listamenn að eyða deginum í gráa hversdagsvinnu og hefðu ekki tíma til að framleiða menningarlegar gersemar

Geir Ágústsson, 15.9.2018 kl. 19:20

5 identicon

Sæll Geir. Það er sprottin upp ný starfsgrein. Opinberir leikarar heimmafístjórsýslunnar. Reyndar ekki alveg ný, því ekkert er nýtt undir sólinni. Eitt sinn voru hirðfífl í hirðfíflabúningum látin sjá um að afvegaleiða, blekkja og rugla.

Í dagsins misnotuðu og heimsfjölmiðluðu leikritum, eru leikararnir komnir með hlutverk hliðfífla fyrri tíma. Talgervils-eftirhermum og vísinda-skurðlæknanna glæpaverkfræði-svikaverka-innréttuðu, er öllum skellt í búning og látnir bulla og ljúga í nafni einhverra saklausra. Það væri ekki mögulegt án samvinnu við fjölmiðlarisa heimsins.

Löggulíf og lögmanna/dómstólabullum sull er nauðsynlegt til samstarfs við mafíurnar. Svona blekkingaleikaraskapur gengur ekki án samvinnu allrar svika "Landsbjargar" kerfistoppa-hjálparsveita svikaranna.

Leitt að svo illa sé komið fyrir misnotaðra leikaranna hertekna Íslandi.

Enginn, eða alla vega fáir, hafa ætlað sér svo illt í upphafi með vinnu sinni, sem raun ber vitni á Íslandi í dag í fjölmörgum starfsstéttum. Ég vil ekki trúa svo illu á almenning Íslands né annarra landa/ríkja, að þeir hefðu fjölmiðlablekktir og óupplýstur í upphafi vegferðar, valið sér slíkan tortímingarstarfsveg af fúsum og frjálsum vilja.

Þeir sem bera heimsveldistoppa-ábyrgð á fjölmiðlablekkingunni og fjarstýringunni eru ekki látnir svara fyrir eitt eða neitt í glæpafjölmiðlunum herteknu. Háskólablekkingar og hálfsannleikastjórar heimsins eru ekki einu sinni krafðir svara? Fyrir fá-fræði/sér-fræði fræðslusvikin í "heimsspekikennslubókunum" trúarbragðabulluðu og heildarsamhengis-sundurslitnu?

Er það ekki umhugsunarvert og gagnrýnivert?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2018 kl. 20:20

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Skapandi greinar" skiluðu svo og svo miklu á síðasta ári. Svo skapandi að þær standa ekki undir sjálfum sér? Sumar skapandi greinar bera sig eflaust sjálfar.

 Rithöfundar sem enginn nennir að lesa, eða listmálarar sem selja engar myndir því engum finnst þær þess virði að eyða grænum eyri í, gera það hinsvegar ekki og ættu því eins og annað fólk að fá sér tekjuskapandi vinnu, í stað þess að vera haldið á floti af skatttekjum almennings. Svona eins og Jón og Gunna, sem þessu sjálfhverfa liði finnst svo óspennandi, því þau kunna ekki "að meta list eða menningu" sem góða gáfaða og sjálfhverfa liðið telur sig standa fyrir. Óseljanlegt drasl í mörgum tilfellum og nánast öskuhaugamatur í enn fleirum. 

 Skattfé á ekki að nota til að hygla eða borga með rusli.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.9.2018 kl. 22:53

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er reyndar athyglivert að bestu leiksýningar sem settar eru upp hér eru yfirleitt á vegum sjálfstæðra leikhúsa eða áhugamannahópa. Bestu listamennirnir, þeir sem ná langt alþjóðlega, lifa ekki á íslenskum ríkisstyrkjum.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.9.2018 kl. 22:54

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góður punktur, Þorsteinn.

Halldór Egill Guðnason, 15.9.2018 kl. 23:45

9 identicon

Íslensk menning og tunga ber náttúrulega að hverfa ef hún er ekki öll fjárhagslega arðbær og stendur ekki án stuðnings. Peningar eru jú eini mælikvarðinn á virði hlutanna. Það má fá gám af myndum frá Ameríku fyrir það sem ríkið setur í 2 eða 3 Íslenskar myndir. Heilu bókasöfnin af hágæða Enskum ritverkum fyrir styrkina sem veittir eru slökum Íslenskum höfundum. Og það er enginn skortur á tónlist í heiminum, við tækjum varla eftir því þó Íslenskt tónlistarnám og flutningur legðist af. Horfum á Spielberg, hlustum á Guns and Roses, lesum Dickens og lets forget this poor man's micro language that nobody understands and only costs us money.

Vagn (IP-tala skráð) 16.9.2018 kl. 04:16

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú vanmetur stórkostlega áhuga margra á að tala og skrifa góða íslensku sem virðingarvott við fortíð Íslendinga og menningu. Þú telur kannski að fjáraustur - peningaplokk úr vösum skattgreiðenda - sé besta lausnin? Að peningar leysi áskoranir smárra tungumála? Að peningar geti haldið uppi sjálfsskipuðum verjendum tungunnar? 

Nei, peningar leysa ekki áskoranir bættra samskipta, alþjóðlegrar útbreiðslu þekkingar og notkun á heimstungumálinu - enskunni. Það þarf hugsjónir. 

Það eru til Íslendingar sem hafa framleitt efni sem hefur staðið undir sér og ekki þurft að reiða sig á lögboðnar nauðungargreiðslur skattgreiðenda. 

Með því að rýra kaupmátt skattgreiðenda er líka verið að pissa í skóinn: Ætlast til að skattgreiðendur hafi bæði efni á listinni og sköttunum, sem þeir hafa auðvitað ekki, og því þurfa skattarnir að niðurgreiða listina. Er þá ekki betur heima setið en af stað farið?

Enginn hefur svo svarað því hver færði rök fyrir því að ríkisvaldið framleiddi afþreyingu.

Geir Ágústsson, 16.9.2018 kl. 06:51

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Geir þú spyrð "Átti ríkisvaldið ekki upphaflega að verja réttindi okkar og eigur, greina úr ágreiningsmálum og ef til vill rétta einhverjum hjálparhönd?"

Þarna veðurðu villu og svima. Ríkið er fyrst og fremst til að halda utan um eignarhaldið á okkur.

Þegar menn misskilja þetta grundvallaratriði getur margt virst stórskrýtið í kýrhausnum, þ.m.t. þegar á að koma böndum á afþreyinguna.

Magnús Sigurðsson, 16.9.2018 kl. 08:26

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Magnús,

Þú hefur rétt fyrir þér. Ég ætti að hafa orðað spurninga svona: "Hvaða ásetningur liggur á bak við að styðja við ríkisvaldið sem hugmynd og stofnun? Er hann ekki sá að það sé til einhverra hagsbóta fyrir þegna þess og fær það hlutverk að verja réttindi okkar og eigur, greina úr ágreiningsmálum og ef til vill rétta einhverjum hjálparhönd?"

Geir Ágústsson, 16.9.2018 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband