Maður sem hugsar í lausnum

Það er hressandi að lesa viðtöl við fólk sem hugsar í lausnum og notar jákvætt hugarfar til að vinna á erfiðleikum og mótlæti. Slíkt er ekki sjálfgefið. Oftar en ekki eru viðtöl fjölmiðla og tímarita við fólk sem virðist vera í fullri vinnu við að kvarta, kenna öðrum um, vorkenna sjálfu sér og heimta að aðrir lagi þeirra eigin vandamál (Auðvitað er til fólk sem hefur orðið fyrir mótlæti og getur lítið gert til að bæta aðstæður sínar, en það hlýtur að vera lítill minnihluti.)

Þröstur Leó Gunnarsson, leikari og kokkur, er góð fyrirmynd.


mbl.is Fékk símtal frá Guðlaugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála. Flest viðtöl ganga út á að gera kröfur á ríki/sveitarfélög eða bara okkur hin að gera eitthvað.

Þó um sé að ræða áhugamál einhvers einstaklings um að bjarga kettlingum í nógu langt í burtu landi, nokkuð sem RUV er duglegt að birta fréttir um.

Grímur (IP-tala skráð) 16.9.2018 kl. 08:46

2 identicon

þess ber að geta að Þröstur Leo er leikari ekki kokkur þó hann hafi unun af matargerð og kjosi að starfa við það.Það væri kannski sniðugt fyrir hann, ef hann ætlar að starfa áfram sem kokkur, að afla sér menntunar í faginu. Ekki vill hann að ófaglærðir taki vinnu af faglærðum...leikurum td?

Steinþór Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2018 kl. 13:56

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski er Þröstur hugsjónamaður sem finnst að hæfileikar og dugnaður eigi að trompa vottanir og réttindapappíra. 

Svo ég líti mér nær þá veit ég að á Íslandi er haldin opinber skrá um þá sem mega titla sig "verkfræðinga". Um leið lofa ég því að það er til einn einasti atvinnurekandi á Íslandi sem lætur viðveru á eða fjarveru frá þeim lista ráða úrslitum um ráðningu. 

Geir Ágústsson, 16.9.2018 kl. 14:47

4 identicon

Þó að menn gagnrýni það sem miður fer kemur það auðvitað ekki í veg fyrir að menn hugsi í lausnum.

Á Íslandi er allt of mikið um að menn láti ótrúlegustu hluti yfir sig ganga möglunarlaust. Það er síst til eftirbreytni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.9.2018 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband