Umhverfisvænt en heilsuspillandi

Okkur er sagt að gera hitt og þetta til að vernda umhverfið. Margt af því verndar samt alls ekki umhverfið og sumt er beinlínis heilsuspillandi fyrir fólk.

Fjölnota pokar eru núna mjög í tísku. Þeir eiga samt helst ekki að vera of fjölnota því þeir safna í sig matarleifum sem verða að næringu fyrir gerla. Það er engum hollt. Menn geta auðvitað þvegið þá með allskyns efnum en eru þau endilega betri í niðurfallinu en framleiðsla á góðum, einnota plastpokum?

Það þykir í tísku að hafna umbúðum. Um leið þýðir það að matvæli hafa skemmri tíma til að komast frá framleiðenda til neytenda og endast mun skemur í geymslu. Umbúðalausum mat er hent fyrr en öðrum og það mætti kalla matarsóun. Fyrir hana þarf svo að bæta með því að framleiða enn meiri matvæli. Bændum finnst það kannski fínt en ég efast um að umhverfið verði betra.

Okkur er sagt að nota minna plast. Það leysist jú upp í sjónum og skjalbökur flækjast í því. Hins vegar gleymist oft að nefna að langmest af ruslinu í sjónum er skolað í hann úr örfáum stórfljótum í fátækjum ríkjum. Kannski það væri nærtækara að auðvelda ríkjum að verða rík en að setja allskyns reglur á þau sem þau fylgja hvort eð er ekki (hafa einfaldlega ekki efni á því). Ríkt fólk er pjattaðra en fátækt og krefst hreins umhverfis en ekki bara næstu máltíðar.

Strætó á víst að vera rosalega umhverfisvænn. Það gildir þó bara ef vagnarnir hafa marga farþega um leið og fólk er rukkað um nógu mikið í aðgangseyri til að takmarka ferðalög við nauðsynleg ferðalög. Ókeypis strætó fær fólk bara til að hætta að labba og nota strætó að óþörfu. Of dýr strætó er of fámennur til að draga úr sótmengun miðað við að allir færu um í bíl. Strætó er bara sparnaður á útblæstri og eldsneyti ef hann er vinsæll, en ekki of vinsæll. Og yfirleitt er hann hvorugt.

Jarðeldseldsneyti er víst voðalega slæmt fyrir umhverfið, þ.e. þegar því er brennt. Því ber að takmarka leyfilega brennslu á því. Hvað gerist þá? Jú, brennslan fer úr ríku ríkjunum, þar sem pjattaða fólkið vill hreint loft og lítið af sótskýjum, og til þeirra fátæku þar sem áherslan er öll á að afla næstu máltíðar. Mengunin færist til og oftar en ekki eykst hún. Kol eru skítug og sótið frá brennslu þeirra á helst ekki að lenda á landareignum annarra en þeirra sem brenna þau, en allt annað jarðefnaeldsneyti á að vera heimilað eins og mönnum hentar, og vera gert eins hagkvæmt og hægt er svo það sé notað eins mikið og menn vilja og geta (á markaðsverði, auðvitað). 

Maður þarf alltaf að vera á varðbergi þegar einhver segir eitthvað í nafni umhverfisverndar. Greyið skólabörnin eiga enga möguleika í stanslausum heilaþvottinum en við hin ættum að temja með okkur gagnrýnna hugarfar.


mbl.is Hvað áttu að gera ef kjúklingur lekur í fjölnota pokann?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband