Ríkasta sundlaug landsins

Bláa lónið er ríkasta sundlaug landsins. Það getur hún þakkað gríðarlegu markaðsátaki, framsýnum framkvæmdum og mikilli þjónustulund sem hefur leitt til góðs orðspors (t.d. á TripAdvisor). 

Bláa lónið hefur sýnt og sannað að hægt að reka arðbæra sundlaug. Nú er Bláa lónið auðvitað ekki staður sem maður heimsækir oft enda dýrt að kaupa aðgang. En menn keyra heldur ekki um í Ferrari á hverjum degi. Til daglegs brúks nota menn Skoda, Kia, Toyota og Ford. Bláa lónið er Ferrari sundlauganna. Árbæjarlaug í Reykjavík er Toyota sundlaugann. Á sama hátt og Ferrari hagnast á sínum rándýru bílum hagnast Toyota á sínum hagkvæmari bílum. Á sama hátt og Bláa lónið skilar hagnaði með sölu á dýrum miðum á Árbæjarlaug að geta skilað hagnaði með sölu á ódýrum miðum.

Menn halda oft að allt sem er vafið inn í ríkisafskipti og niðurgreiðslur í dag gæti ekki spjarað sig á frjálsum markaði. Það gleymist um leið að ríkið hefur rukkað skattgreiðendur um allt sem það gerir áður en það byrjar að selja miða, t.d. í hin opinberu leikhús. Með því að lækka skatta og fækka ríkisverkefnunum er neytendum á ný gefinn kostur á að velja, og einkaaðilar fá um leið svigrúm til að bjóða í athygli neytenda.

Einu sinni framleiddi ríkið sement. Sá rekstur var seldur til einkaaðila. Hefur einhver orðið var við sementsskort í landinu?


mbl.is Bláa lónið hagnast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

    Bláa lónið er náttúrundur eða "náttúrslys"  alveg einstakt  fyrirbæri Trúlega hafa þeir staðið sig vel núverandi stjórnendur í markaðsstarfi  sérstaklega hvað varðar  ýmsar hliðarafurðir ..
       Bláa lónið sem slíkt er samt   þeim  að þakka..Og ekki sköpuðu  þeir lónið.Bláa lónið sló strax í gegn sem ferðamanna undur upp úr 1980 .Þá voru ferðamenn bara miklu færri en í dag.

                  Ég fór  í lónið  fyrir um 30 árum 1988-1989 en þá  kostaði lítið inn        ( svipað og í sund ) . Núna kostar aðgangur 6990kr , Aðalsnilldin var að snarhækka aðganginn inn í Bláa lónið.Ég tími ekkert að fara núna læt laugarnar duga.

Hörður Halldórsson, 23.6.2018 kl. 12:28

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

leiðr...Bláa lónið sem slíkt er samt   þeim ekki  að þakka

Hörður Halldórsson, 23.6.2018 kl. 13:35

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Einu sinni var Bláa lónið stórhættulegt. Fólk gat fest lappirnar í hrauninu á botninum og drukknað, og það kom reglulega fyrir.

Í þessu lóni var líka girðing. Þeir sem misstu kútana sína og sundbolta yfir þessa girðingu sáu þessa hluti springa í loft upp vegna mikils hita í vatninu.

Í dag stendur manngert lón á steyptum botni og er öruggt, og þótt hin upprunalega leðja hins upprunalega lóns sé nú bara í fötum við bakkana þá er hún jafngóð og hin eldri.

Velgengni Bláa lónsins er afrakstur mikillar vinnu. 

Geir Ágústsson, 23.6.2018 kl. 18:08

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Af hverju greiðir Bláa Lónið ekki auðlindagjald? Á þjóðin ekki orkuna í iðrum jarðar til jafns við fiskinn í sjónum og náttúru Íslands? 

 Spyr sá sem ekki veit.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 24.6.2018 kl. 04:49

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Svo ekki sé minnst á súrefnið sem fólk gleypir í sig endurgjaldslaust.

Geir Ágústsson, 24.6.2018 kl. 08:32

6 identicon

Sundlaug? Er hægt að synda í þessu? það vissi ég ekki. þetta er max 130cm djúpt og hundruðir á hundriðir þarna ofan í þessu í einu..

ólafur (IP-tala skráð) 24.6.2018 kl. 23:04

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er kannski miklu frekar vaðlaug, það er rétt. Sem þýðir að notkunarmöguleikarnir eru takmarkaðir. Sem gerir það að enn meira afreki að þetta er ríkasta sundlaug landsins. En að vísu má drekka áfengi í lóninu ólíkt flestum öðrum sund/vaðlaugum. Það er kannski lykillinn að viðskiptalíkaninu.

Geir Ágústsson, 25.6.2018 kl. 11:35

8 identicon

Er það nú orðið afrek að okra í skjóli einukunar,,,, hvaðan heldurðu að gróðinn komi? Svona alíka gafulegt og að segja að gróði bankanna sé af því þeir séu svo vel reknir,,, 

Alfreð (IP-tala skráð) 25.6.2018 kl. 13:30

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Einokun á holu í jörðinni og heitu vatni?

Geir Ágústsson, 25.6.2018 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband