Hvaða mismunun er best?

Dæmi eru um að útsendir starfsmenn séu á allt að 50% lægri launum í gistiríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu en staðbundnir starfsmenn. Þetta kemur fram í einhverri ritgerðinni.

Það hefði mátt spara sér ritgerðarskrifin því þetta blasir við. Erlendir starfsmenn fá lægri laun af mörgum ástæðum, og allar eru góðar og gildar.

Í fyrsta lagi er oft erfiðara að eiga við þá samskipti til að fá þá til að sinna flóknari verkefnum, og það dregur úr verðmætasköpun þeirra. Þeir eru að þessu leyti takmarkaðir þótt þeir séu frábærir iðnaðarmenn og duglegir.

Í öðru lagi væru þeir ekki með vinnuna til að byrja með ef þeir krefðust sömu launa og innlendir starfsmenn. Þeirra lágu laun eru einfaldlega þeirra samkeppnisforskot. Kaupmáttur þessara launa í heimalandinu er líka að jafnaði töluvert meiri svo fyrir þeim eru þeir kannski á háum launum sem gera þeim kleift að spara mikið og hratt og kaupa hús og bíl í heimalandinu.

Í þriðja lagi geta laun þeirra verið lægri af því þau þurfa ekki að fjármagna rándýran rekstur verkalýðsfélaga með sínum sumarbústöðum og gleraugnastyrkjum, svo dæmi sé tekið. 

Í fjórða lagi eru laun þeirra lægri svo laun innlendra og sérhæfðari starfsmanna geti verið hærri og samkeppnishæf. Með því að ráða 5 útlendinga á lágum launum er hægt að ráða einn innlendan sérfræðing á háum launum. Hinn valkosturinn er kannski sá að ráða 3 innlenda starfsmenn sem kunna eitthvað í mörgu en ekki mikið í neinu. Þessir 3 starfsmenn þurfa að keppa við verkefni þar sem eru 5 útlendingar og 1 sérfræðingur. Svoleiðis verkefni daga uppi.

Sé ætlunin sú að gera erlenda starfsmenn atvinnulausa þá gera menn það bara, en það er ekkert víst að það gagnist innlendu starfsfólki, verkefnunum sem þarf að vinna og nætursvefni þeirra sem nota allskyns afsakanir til að setja upp viðskiptahindranir til verndar innlendum sérhagsmunum.


mbl.is Helmingi lægri laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband