Miðvikudagur, 6. júní 2018
Fulltrúi í sveitarstjórn - léttasta starf í heimi?
Um daginn rann upp fyrir mér að staða fulltrúa í sveitarstjórn (bæjarfulltrúi eða borgarfulltrúi) ætti að vera léttasta starf í heimi.
Þetta rann upp fyrir mér þegar ég hugleiddi aðeins fyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu sem ég bý í (Tårnby kommune, á Sjálandi í Danmörku).
Sveitarfélagið býður út sorphirðuna og í því útboði felst meðal annars:
- Að sækja heimilisrusl einu sinni í viku
- Að sækja allskyns annað rusl einu sinni í mánuði (garðúrgang, húsgögn, raftæki, málma, blandað og brennanlegt smárusl)
- Koma öllu á sinn stað (í brennslu, í flokkun og endurvinnslu osfrv)
Þar með lýkur starfi sveitarstjórnarinnar (fyrir utan að taka á móti kvörtunum og koma áleiðis, og auðvitað að borga fyrirtækinu sem sækir ruslið).
Fyrirtækið, eða verktakinn, sér um að semja reglur um í hvaða umbúðum á að koma úrgangi frá sér (garðúrgangur í bréfpokum, smáruslið í glærum plastpokum, málmur í einum bunka).
Mikið er auðvelt að vera sveitarstjórnarmeðlimur! Það þarf bara að segja hvað maður vill, bjóða það út, borga og vinnudagurinn er búinn!
En er þetta svona auðvelt starf? Nei, af því að sveitarstjórnir eru oft að vasast í ýmsu sem þær gætu alveg sleppt. Þær þurfa að hætta því og líf sveitarstjórnarmanna verður þægilegt og afslappað og jafnvel að hluta óþarfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Geir. Einfalt og auðvelt, en þó óverjandi flókið?
Það er hjarta mínu næst núna, að benda á hversu hættuleg vegferð sveitastjórna á Íslandi er, akkúrat núna.
Það er glæpsamlegt sveitarstjórnar-glæpagræðgis barnaverndar planið milliríkjaplanaða sem ég hef áhyggjur af. Barnanna og fjölskyldnanna vegna!
Ég gæti líklega skrifað þúsund síðna möppu hér á síðunni þinni um hvað um er að ræða. En það gengur auðvitað ekki. Ég bendi því á það sem er mér allra efst í huga akkúrat núna.
youtube: Shocking: strong political forces in Norway want 1 out of 4 children under state surveillance.
youtube: Kids in Care Stolen Children of the UK.
Læt þetta duga í bili, um áhyggjur mínar af hvernig sveitastjórnir á Íslandi eru jafnvel samverkalið skipulagðrar glæpastjórnsýslu á Íslandi og víðar!
Ég kann ekki önnur ráð en að biðja andanna góðu Guðsorku-englana almættisins um að forða börnunum frá þessu glæpaviðskiptaferli, sem er í planlögðu pípum þeirra sem stjórna ríki og sveitarfélögum, á Íslandi og víðar í dag.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2018 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.