Á SFS að mótmæla hækkun persónuafsláttar?

Alþýðusamband Íslands mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda. Þar eru menn með örfá útgerðarfyrirtæki í huga - fyrirtæki með fjölbreyttan rekstur sem teygir anga sína til annarra landa og getur aðlagast sveiflum betur en önnur. Hjá ASÍ eru menn ekki með öll hin útgerðarfyrirtækin í huga - þau sem eru að sjá megnið af hagnaði sínum hverfa í skatta og sum jafnvel búin að lýsa yfir gjaldþroti vegna skattheimtunnar.

Það er athyglisvert að sjá samtök launþega mótmæla lækkun skatta á fyrirtæki. Eru rík fyrirtæki ekki betur í stakk búin en önnur til að greiða betri laun, búa til ný störf og stækka rekstur sinn? Það mætti halda. Engu að síður er mótmælt.

Nú bíð ég spenntur eftir því að sjá hvort Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) mótmæli lækkun skatta á laun og hækkun persónuafsláttar. Slík lækkun er jú til þess fallin að gera ríkisvaldið áfjáðara í skatta frá fyrirtækjum, ekki satt? Það er jú ekki svo að lækkun skatta á laun auki ráðstöfunartekjur launþega og dragi þar með úr þörf fyrirtækja til að hækka laun til að halda í starfsfólk sitt, eða hvað? 

Samtök launþega og samtök fyrirtækja fara samt vonandi ekki í svona slag. Þess í stað ættu þau að átta sig á því að þau standa vörð um hagsmuni verðmætaskapandi hluta hagkerfisins á meðan ríkisvaldið sér um að hrifsa þau verðmæti til sín, á kostnað allra. Samtök bæði fyrirtækja og launþega eiga að standa saman og berjast fyrir lækkun skatta - almennt og á allt og alla - um leið og ríkisvaldið hættir öllu nema því sem það bannar öðrum, beint eða óbeint, að sinna. 


mbl.is ASÍ mótmælir lækkun veiðigjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt hvað þú þarft alltaf að ljúga til að moka undir ofstæki þitt. 
 Tryllist þegar eðlilegt gjalder tekið fyrir að nota auðlindir þjóðarinnar, en grjótheldur kjafti yfir skattpíningu venjulegs launafólks. 
 
Þú á ekkert skylt við hægri né vinstri, bara dæmigerður ofstækimaður.

armar (IP-tala skráð) 6.6.2018 kl. 10:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér finnst að ríkið eigi að afnema alla skatta á laun (til að byrja með). Tek undir að slíkt megi flokka sem ofstæki en mætti líka kalla róttækniróttækni.

Geir Ágústsson, 6.6.2018 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband