Leiđrétting: Engin rćktun var stöđvuđ

Í fréttum er ţetta helst:

Umfangsmikil kannabisrćktun var stöđvuđ í Ţykkvabć í vikunni og hald lagt á 322 plöntur í blóma, 16 kíló af kannabislaufum og sjö milljónir í reiđufé. 

Ég vil koma á framfćri leiđréttingu: Engin rćktun var stöđvuđ nema í besta falli til skamms tíma. Á öđrum stađ spretta upp plöntur í stađinn fyrir ţćr sem lögreglan hirti. Ţegar hinar 322 plöntur hverfa af markađinum hćkkar verđ á kannabis ađeins og sendir ţau skilabođ til annarra ađ ţađ sé orđiđ enn arđbćrara en áđur ađ rćkta kannabis. 

Hins vegar gćti lögreglunni hafa tekist ađ framkalla ofbeldi međ ađgerđum sínum. Međ ţví ađ banna eiturlyf er veriđ ađ gera seljendur, dreifingarađila og kaupendur ţeirra ađ glćpamönnum. Glćpamenn nota ekki innheimtuţjónustur og dómstóla til ađ rukka. Nei, ţeir nota hnúajárn og járnklippur. Glćpamenn skrifa ekki greinar í blöđin og kvarta yfir vörunni og hvetja fólk til ađ fara međ viđskipti sín annađ. Nei, ţeir kaupa hana jafnvel ţótt hún sé eitruđ og selja hana án innihaldslýsinga eđa gćđavottunar. Glćpamenn verđleggja ekki eftir frambođi og eftirspurn heldur eftir áhćttunni viđ ađ stunda viđskipti ţar sem lögreglan getur hirt allan lager ţinn og svipt ţig frelsinu. Ţetta snarhćkkar verđlag og gerir ţađ ađ verkum ađ margir viđskiptavinir ţurfa ađ stunda arđbćr lögbrot til ađ fjármagna neysluna. 

Engin rćktun var stöđvuđ en kannski bćttist eitthvađ viđ af öđrum glćpum.


mbl.is Umfangsmikil rćktun stöđvuđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband