Allt er að bráðna saman

Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er fjölmiðlun af ýmsu tagi að bráðna saman. Skemmtiefni inniheldur auglýsingar og öfugt. Fréttir eru styrktar. Frásagnir af einkalífi fólks innihalda kynningarefni. 

Eldra fólki gremst þetta kannski enda vant því að fá að vita þegar auglýsingatímar hefjast og þeir enda. Unga fólkið nennir ekki að horfa á auglýsingar nema til að komast að einhverri afþreyingu. Auglýsendur leita því leiða til að lauma auglýsingum inn í afþreyinguna. 

Það er ekkert við þessu að segja. Það sem fólk þarf fyrst og fremst að virkja hjá sér er heilbrigt, gagnrýnið hugarfar. 

En það dugir ekki til segja sumir. Neytendur eru flón! Það þarf að vernda þá! Sjáið bara hvernig þeir rífa út varning raunveruleikastjarnanna þótt þær vörur séu jafnvel síðri öðrum vörum! Sjáið bara börnin sem suða í foreldrum sínum og gera þá máttlausa! 

Sumum stendur líka beinlínis ógn af gagnrýnu hugarfari. Forræðishyggja stjórnvalda má sín lítils þegar fólk vogar sér að hugsa gagnrýnið. Píramídaspil bankakerfisins má ekki við of mikilli gagnrýninni hugsun. Stórfyrirtæki sem skrifa lagafrumvörp og segja þau vernda neytendur og stuðla að stöðugleika vilja ekki of gagnrýnið hugarfar. 

Eftir því sem auglýsinga- og afþreyingaheimurinn bráðnar meira og meira saman er samt hætta á því að gagnrýnið hugarfar aukist. Þá er voðinn vís fyrir þá sem treysta á ræðuhöld úr fílabeinsturnum.


mbl.is Hafna uppfærslu á Snapchat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband