Geta þingmenn ekki tekið strætó?

Skattgreiðendur á Íslandi eru látnir borga fyrir margt en það er ekkert nýtt. Þeir borga þingmönnum fyrir að keyra, leigja og predika yfir sér. Þeir borga fyrir ráðherrabíla þótt handfrjáls búnaður sé tiltölulega gömul uppfinning og ódýr. Þeir borga fyrir innanlandsflug þingmanna þótt ríkið niðurgreiði strætóleiðir á milli landshluta. Þeir borga fyrir leiguhúsnæði þingmanna þótt það sé enginn vandi að setja eigið húsnæði í útleigu til að borga fyrir annað. 

Kannski væri ódýrast fyrir skattgreiðendur að afnema kosningarétt landsbyggðarinnar. 

Kannski væri heppilegast fyrir skattgreiðendur að hafa færri þingmenn.

Kannski ættu skattgreiðendur að krefjast þess að þingmenn noti sams konar lausnir og ferðamáta og þeir sjálfir nota. 

Kannski ættu áhugamenn um fjölmiðla að kynna sér betur hina svokölluðu slúðurpressu Danmerkur og Bretlands, þar sem skattétandi þingmenn eru reglulega settir á forsíðuna og kallaðir afætur.


mbl.is Þingið borgar bíla fyrir tólf þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borgarfulltrúar taka aldrei strætó svo afhverju ættu þingmenn að gera það

Grímur (IP-tala skráð) 16.2.2018 kl. 19:44

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Örugglega mjög sniðugt að þeir noti strætó. Þá hafa þeir miklu minni tíma til að vera endalaust að búa til ný lög og samþykkja alls kyns útgjöld.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.2.2018 kl. 19:48

3 identicon

Geir. Ja hérna. Nú bull-gustar af eineltisfjölmiðla hringnum samþvættaóða á Íslandi. Líklega eins og leikritshandritið hefur verið planað. Sumir hafa viðurkennt að nú sé í gangi leikrit á Íslandi. Og það stenst skoðun mína, um að það er ómarktækt og fyrirfram skipulagt leikrit í gangi í stjórnsýslunni á Íslandi.

Eineltishringur fjölmiðla-heilaþvottamafíunnar byggist á því sem hæstaréttardómararnir og heimsveldis þrælahaldararnir eru höfundar af.

Skilur fólk þetta ekki?

Íslands Hæstaréttardómarar og hæstaréttarlögmenn, (t.d. DV eigandinn), og allskonar kerfisklíku-lögmenn úti í bæ, sjá um að senda dópmafíunnar handrukkara-fjölmiðla-einelti valdastofnana Íslands, á alla þá sem ekki hlýða þeim heimsveldis-yfirmafíum, sem stjórnar Hæstarétti íslands!

Hver stjórnar Íslandi í dag! Ekki góður Guð almáttugur! Svo mikið skil ég, þó ég skilji ekki margt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2018 kl. 21:29

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er einfaldlega ekki praktískt fyrir nokkurn mann að nota strætó. Tíminn sem það tekur og neikvæð áhrif á skipulag geri það að verkum að allir sem eru á samkeppnismarkaði verða að nota bíla annars verða þeir fljótt undir í samkeppninni og það gildir um þingmenn eins og aðra.

Guðmundur Jónsson, 17.2.2018 kl. 11:26

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú einmitt þess vegna sem það væri þjóðráð að neyða þingmenn til að taka strætó.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.2.2018 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband