Ríkisvaldið skaffi klósettpappír og útsýnispalla

Ferðamannastaðir á Íslandi eru margir á því sem mætti kalla gráu svæði þegar kemur að rekstri, ábyrgð og uppbyggingu.

Margir þeirra eru undir verndarvæng ríkisvaldsins sem hefur hingað til þýtt að þeir eru á engan hátt í stakk búnir til að anna eftirspurn ferðamanna. Uppbyggingu þeirra er stjórnað frá Reykjavík þar sem menn setja saman áætlanir og japla svo á þeim svo mánuðum skiptir. Á meðan sjá ferðamenn sér fáa aðra kosti en að skíta úti á túnum og lauma sér framhjá hindrunum.

Í nágrenni ferðamannastaðanna eru sveitabæirnir. Yfir þeim ráða bændur. Þeir sjá sjálfir um að slá grasið, mála byggingarnar og dytta að girðingunum. Vissulega eru þeir háðir ríkisvaldinu um styrki eins og fyrirkomulag landbúnaðar er á Íslandi í dag en þeir eru herrar yfir eigin garði.

Þannig er hugsanlegt að finna marga staði þar sem standa hlið við hlið ferðamannastaðir undir átroðningi og bóndabæir í blóma. 

Ég veit ekki af hverju bændum og öðrum landeigendum er vantreyst til að byggja upp ferðamannastaði á Íslandi og rækta þá eins og eigin jörð. Af hverju þarf að ákveða frá Reykjavík hvar eigi að reisa salerni en ekki girðingar? Af hverju þarf verktaka á vegum ríkisins til að leggja malarstíga en ekki til að slá tún?

Hvatinn til að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn er svo lítill að ríkið getur ekki einu sinni veitt styrki til þess. Það sækir hreinlega enginn um þessa styrki því hver er ágóðinn til lengri tíma þegar allt erfiðið er að baki?

Það er enginn vandi að sameina vernd náttúrunnar og uppbyggingu ferðamannastaða. Skriffinnar í Reykjavík eru e.t.v. síst til þess fallnir að leysa það verkefni.


mbl.is Innviðir ferðamannastaða bættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú þvælst um landið hingað og þangað löngu áður en þessi ferðamannabylgja gekk yfir. Þjónustan á tjaldsvæðum var og er mjög misjöfn og stundum þótti manni ansi langt milli útskota og alsstaðar girt alveg upp að veginum. Það mætti alveg fjölga útskotum þar sem fólk getur aðeins teygt úr sér og ef það skítur í skurðinn þá er það bara ekkert stórmál

Grímur (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 19:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég nú ekki eftir því sem krakki fyrir 30 árum að þurfa skíta annars staðar en í klósett eða kamar. Öðru máli gilti um pissið. Það fór hingað og þangað.

Geir Ágústsson, 14.2.2018 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband