Borgin þrifin fyrir kosningar

Reykvíkingar hafa tekið eftir því að víða er pottur brotinn í viðhaldi og þrifum í borginni. Núna eru hins vegar að koma kosningar. Þá er loksins hafist handa við að laga götóttar götur og núna á að þrífa borgina aðeins. Það má gera ráð fyrir að áður en kjördagur rennur upp verði búið að hreinsa upp njólana, reita arfann, slá grasið og týna ruslið.

Kosningar eru að þessu leyti ágætar. Þá muna stjórnmálamenn aftur eftir kjósendum sínum. Um leið kemur ókostur kosninga í ljós: Fjögur ár eru langur tími. Á frjálsum markaði kjósa menn á hverjum einasta degi og jafnvel oft á dag. Menn kjósa Dominos einn daginn og Serrano þann næsta. Menn fara í Kringluna eða í Smáralindina. Menn forðast skítugar sorabúllur og sækja í hreinar verslanir með góðri lýsingu. Fiskbúðin þarf bara að bjóða upp á skítugt fiskborð í einn dag til að missa viðskiptavini. Kjósendur þurfa að sætta sig við skítinn í mörg misseri áður en nokkuð er lagað.

Þetta er ekki einkenni Reykjavíkurborgar eða meirihlutans þar sérstaklega. Þetta er almennt einkenni á þjónustu sem nýtur bara aðhalds á fjögurra ára fresti. 

Það er af þessari ástæðu meðal annars að það er mikilvægt að fækka verkefnum hins opinbera svo fólk geti kosið oft á dag en ekki bara á 48 mánaða fresti. Rekstur án aðhalds er sofandi, latur og svifasveinn. Hann heldur samt áfram að kosta fullt verð. Svona fá fyrirtæki ekki að haga sér.


mbl.is 15 milljónir til að borga yfirvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er þá ekki tilvalið að hafa kosningar einu sinni á ári?

Þorsteinn Siglaugsson, 9.2.2018 kl. 11:47

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það væri tilvalið að einskorða opinberan rekstur við það sem á bara að virka, krefst ekki örrar endurnýjunar eða nýsköpunar og það sem má kannski telja að sé lítt eftirsóknarvert fyrir einkaaðila að sinna (sem er í raun ekki neitt því þar sem er eftirspurn poppar upp framboð).

Hið opinbera getur t.d. dundað sér við allskyns viðræður, yfirlýsingar um kjarnorkuvopnalaus landsvæði, skýrslugerðir og gluggaþvott á eigin húsnæði. 

Geir Ágústsson, 9.2.2018 kl. 11:54

3 identicon

Geir. Núna er heimildarmynd á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Vel þess virði að horfa á þessa mynd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2018 kl. 19:52

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað er nýsköpun í opinberum rekstri?

Sindri Karl Sigurðsson, 10.2.2018 kl. 02:36

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Anna,

Hvað hét sú heimildamynd?

Sindri,

Opinber nýsköpun er af ýmsu tagi!

    • Afrita leiðir einkafyrirtækja í innleiðingu netlausna

    • Hræra í opnunartímum

    • Breyta eyðublöðum

    • Stinga upp á dýrustu mögulegu leiðunum til að gera eitthvað

    • Osfrv.

    Það frelsar óneitanlega hendur opinberra starfsmanna að vinna með annarra manna fé.

    Geir Ágústsson, 12.2.2018 kl. 12:21

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband