Þeir hlynntastir sem munu líklega nota möguleikann minnst?

70 milljarða Borgarlínan virðist njóta stuðnings hjá mörgum hópum.

Konur virðast hlynntari en karlar.

Háskólamenntaði virðast hlynntari en ekki-háskólamenntaðir.

Yngri eru hlynntari en eldri.

Vinstrisinnaðir eru hlynntari en aðrir.

Fljótt á litið virðist munstrið vera það að þeir sem eru líklegir til að nota Borgarlínuna minnst eru hlynntastir henni.

Konur bruna um bæinn á bílum til að komast til og frá vinnu, sækja og keyra krakka og versla inn fyrir fjölskylduna. Það mun áfram nota bílinn.

Háskólamenntaðir eru að jafnaði tekjuhærri en aðrir og á bíl. Stórir strætóar eru ekki líklegri til að soga til sín jakkafataklædda skrifstofustarfsmenn en litlir strætóar.

Yngri munu vissulega nota allar þær samgöngur sem í boði eru, hvort sem það eru löglegir strætóar eða ólöglegir skutlarar, og þegar fram í sækir Uber, Lyft og aðrar eins þjónustur. 

Vinstrisinnaðir segjast nota strætó mikið en það er ekkert víst að það sé raunin. Ég hef einu sinni séð vinstrisinnaðan borgarfulltrúa á hjóli - það var á einhverjum sérstökum degi hjólsins á sínum tíma. Ég sá hann hvorki fyrr né síðar.

Strætó er mest notaður af unglingum, útlendingum og fólki sem býr stutt frá biðskýli, vinnur stutt frá biðskýli og þarf ekki að skipta um vagn á leiðinni til og frá vinnu. 

Borgarlínan mun ekki breyta því. Meira þarf til. Það þarf að herða miklu meira að barnafjölskyldum, vinnandi fólki og fólki að flýta sér. 

(Þess má geta að ég nota strætóa við hvert tækifæri. Í slíku farartæki má lesa, dotta, drekka áfengi eða spila leiki í símanum. Strætó fylgja mjög margir kostir en það má ekki gleyma því að strætó fylgja líka ókostir.)


mbl.is Borgarlínan hápólitískt álitaefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir. Ef þessi Borgarlína er á sérakrein, með þremur inn/út-göngudyrum, og fyrirfram greidd fargjöld, þá er þetta miklu fljótlegri ferðamáti en er í strætó í dag. Það er ekkert að því að keyra eða taka hverfisstrætó að skiptistöðvunum fyrirhuguðu, yfirbyggðu og upphituðu. Það er fjöldi fólks sem ekki er með smábörn á leiksskóla skutlaldrinum, sem myndi notfæra sér svona ferðamáta.

Það er líklegt að jeppastrákunum á "Hömmerunum" líki ekki að Borgarlínan taki fram úr þeim, og ferðist á helmingi styttri tíma á milli. Reyndar verður þá meira pláss fyrir einkabílana, þannig að þeir einkabílandi græða þá tíma og eldsneyti á þessu.

Ef ég væri svo lánsöm að geta gert gagn einhversstaðar fjarri heimilinu, þá myndi ég svo sannarlega nota svona framúrkeyrslu-sérakreina almenningsvagna.

Það er einhver undarleg minnimáttarkennd í fólki sem ekki vill nýta sér almenningssamgöngur, jafnvel þó betrumbætt þjónustan kæmi þeim milli staða á helmingi styttri tíma heldur en í stíflaðri einkabíla umferðinni.

Ég tek stundum strætó, þó ég hafi ennþá bíl til að komast á milli staða. Stundum keyri ég að næstu skiptistöð og tek strætó þaðan. En ég myndi ekki komast yfir allt sem þyrfti að gera á einum degi, ef ég væri með lítil börn sem þyrfti að skutla í leikskóla fyrir vinnu, og jafnvel í aðra átt heldur en strætó/borgarlínan og vinnan væru.

Það eru nú miklu fleiri á ferðinni heldur en smábarnsfjölskyldur.

Það skaðar nú engan að ganga stuttar vegalengdir til næsta strætóskýlis, eða alla vega ekki þá sem hafa stoðkerfið í sæmilega stuttferða gangfæru lagi. Og þeir geta hjólað á milli staða sem treysta sér til þess í öllum veðrum. Ég myndi ekki treysta mér til þess, en sumir eru nógu sprækir til að hjóla og þá hjóla þeir bara sinna ferða að vild.

Mér finnst neikvæðnin gagnvart bættum almenningssamgöngum undarleg. Það er nú enginn að tala um að banna einkabílana? 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 01:24

2 identicon

Anna, ég held að það sé enginn að tala gegn bættum almennings samgöngum, en þessi fyrirhugaða borgarlína er svo arfa vitlaus að það hálfa væri ennþá allt of mikið og er á engan veg bæting á samgöngum. Fyrirhuguð lína nýtist rosalega fáum, 90% höfuðborgarsvæðiðsins þarf ennþá annað hvort að labba mjög langa vegalengd að næsta skýli eða taka strætó að borgarlínu, einnig mun þessi borgarlína taka núverandi götur þar sem umferðin er hvað verst í dag (niðri í miðbær reykjavíkur) þar sem það er enginn annar staður til að planta þessari línu en á núverndi akbrautum.

Allt þetta tal um lestir er það vitlausasta sem til er, lestir eru ógeðslega dýrar og þeim fylgir mikill rekstrarkostnaður og hávaði, þessi áætlaði tími á milli er algert bjartsýniskast og mun aldrei ganga upp, fyrirhugaður kostnaður er alveg fáránlegur, við höfum bara ekki efni á þessu hvorki að setja upp né reka, þetta mun fara lóðbeint á hausinn. Ég sem borgari hef engan áhuga á að borga fyrir þessa draumasýn vitlausasta borgarstjóra heimsins.

Framtíðin er í sjálfkeyrandi smábílum sem koma þér frá A til B á hagstæðan og ódýran máta, ekki í fornaldar tækjum eins og lest, þær eru risaeðlur ferðamátans.

Halldór (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 12:00

3 identicon

Konur virðast hlynntari en karlar. Konur bruna ekki lengur um bæinn á bílum til að komast til og frá vinnu, sækja og keyra krakka og versla inn fyrir fjölskylduna eins og 1980. Á flestum heimilum hafa hlutirnir breyst frá síðustu öld.

Háskólamenntaðir virðast hlynntari en ekki-háskólamenntaðir. Heimskir og fáfróðir eru tregir til að taka upp nýungar og þola illa breytingar. Og ætíð hafa háskólamenntaðir frekar verið fylgjandi síma, vélvæðingu o.s.frv. en ekki-háskólamenntaðir.

Yngri eru hlynntari en eldri. Yngri þurfa að hugsa til framtíðar frekar en að halda í fortíðina.

Vinstrisinnaðir eru hlynntari en aðrir. Enda fjölmennastir í strætó og ekki þeir sem eiga og reka bílaumboðin og bensínstöðvarnar.

Fljótt á litið virðist munstrið vera það að þeir sem eru líklegir til að nota Borgarlínuna, og sjá börn sín og barnabörn þurfa að nota borgarlínu eru hlynntastir henni. Þá sem dreymir gamla tíma og þeir sem sjá ekki lengra en til næstu helgar eru á móti.

Gústi (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 14:38

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Gústi,

Hefur þú stigið í reykvískan strætisvagn á seinustu 10 árum? Þar er fólk ekki með innkaupapoka, krakka á leið á æfingu eða stærri hluti en skólatöskur. Þú sérð þarna unglinga og útlendinga og einstaka gamalmenni. 

Menn eru að hugsa alveg rosalega þröngt þegar menn stilla upp núverandi örtröð á götunum andspænis flennistórum mannvirkjum á sérakreinum sem koma í fæstum tilvikum nær heimilum fólks en 1000 metra. 

Það er hægt að dreifa umferð miklu betur með því að verðleggja aðgengi að þeim (í staðinn fyrir að skattleggja bifreiðar og eldsneyti en hafa aðgengið gjaldfrjálst allan sólarhringinn). Menn kaupa ekki árskort í bíó - það er of dýrt. Menn kaupa aðgang þegar menn vilja sjá kvikmynd. Og stundum selst upp. Þá reisa aðrir breiðtjald á Ingólfstorgi svo allir sem vilja geti séð, þótt það sé ekki í jafnþægilegum sætum í stúku og þurfi jafnvel að sitja við hliðina á ókunnugri manneskju. 

Það má líka liðka fyrir rekstri hópferðarbifreiða. Smærri þjónustur gætu skutlað hratt og örugglega og sótt fólk upp að dyrum og keyrt á nokkra áfangastaði, og öllu stýrt í gegnum forrit sem enginn borgarfulltrúi hefur komið nálægt því að hanna. 

Það mætti líka opna á rekstur Uber og Lyft og lækka þannig stórkostlega kostnaðinn við akstur. Sami bíll gæti komið 20 manns í vinnuna á einum morgni. 

Geir Ágústsson, 27.1.2018 kl. 15:08

5 identicon

Fólk með innkaupapoka, krakka á leið á æfingu eða á leið til eða frá leikskólum eru oftast að ferðast innan hverfis. Borgarlínan er hugsuð sem greið leið milli hverfa, borgarhluta og nágrannasveitarfélaga. Þannig að þau rök að fólk noti ekki strætó þegar það fer í næstu götu, eða sé að flytja búslóð, og því sé borgarlínan gagnslaus eru heimskuleg og lýsa miklu þekkingarleysi, eða eru vísvitandi blekking. Og útópískir draumar þínir um að einkaaðilar geti gert strætó úreltan með því sem jaðrar við sjálfboðaliðastarf eru fáránlegar.

Þar sem pólitísk sannfæring þín er þannig að sama hversu hagstæð borgarlína er fyrir borgina og hinn almenna borgarbúa þá getur þú ekki samþykkt hana. Það væri eins og Jón Valur færi að samþykkja vændi. Rök þín standast ekki skoðun og það sem þú setur fram sem staðreyndir eru ekkert annað en skoðanir þínar og draumórar.

Gústi (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 16:26

6 identicon

Hef varla tekið strætó síðan þeir breyttu leið 4

en finnst að almenningssamgöngur eigi að hafa forgang

en það á líka að reyna stuðla að sem bestu flæði einkabílsins

svo vonandi býður einhver fram krafta sína í borginni sem lofar að taka burtu allar hraðhindranir það er öllum til bóta jafnvel rafmagnsstrætóunum sem bíða enn út í Kína

Grímur (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 17:04

7 identicon

Ekkert skrítið við það þó að þeir sem eiga bil styðji borgarlínuna.

Með tilkomu borgarlínu mun bílaumferð minnka eða verða minni en ella svo að bílaumferð verður greiðari. Það hlýtur að vera einhver meinloka að vera á móti á móti borgarlínunni. Ef ekkert yrði af henni myndu nauðsynleg mislæg gatnamót og viðbótarakreinar jafnvel kosta enn meira.

Það eru margir í dag sem neyðast til að eiga bíl þó að þeir hafi í raun ekki efni á því. Með tilkomu borgarlínu og þéttingu byggðar fæst heilnæmari og skemmtilegri borg með minni mengandi umferð og minni þörf fyrir bilastæði og önnur umferðarmannvirki.

Andstaðan við borgarlínu er dæmigerður íslenskur molbúaháttur. Ég hef alla vega ekki orðið var við þennan hugsunarhátt í öðrum löndum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 22:31

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Gústi, það er rétt að ég er af hugmyndafræðilegum ástæðum á móti miðstýrðri áætlanagerð og kyngi seint predikunum þeirra sem segja að það þurfi bara einn milljarð enn til að laga mein fyrri miðstýringaráætlana. Það er nóg af götum og farartækjum. Vandamálið er bara að stýra aðgengi, sem markaðurinn gerir með verðlagi sem stjórnast af framboði og eftirspurn.

Geir Ágústsson, 27.1.2018 kl. 22:34

9 identicon

Gústi, vandamálið við borgalínu að þetta er ekki framtíðin, þessi borgarlína er alger risaeðla er kemur að nútíma tækni, í staðin fyrir að vera planta einhverjum ferlíkum sem gott sem enginn mun nota þar sem þetta er langt frá öllum heimilum höfuðborgarsvæðisins (fyrir utan þessi 3-5% sem þetta stoppar hjá) þá væri miklu vænlegra að gera greiðfærara fyrir umferð einka og leigubíla.

Rafdrifnir og sjálfkeyrandi bílar eru framtíðin, þessir sem hýsa kannski 1-3 og stundum fleiri eru málið, þetta er ekki flókið fyrir nokkurn mann sem er aðeins að fylgjast með tækninni, þetta borgarlínu brölt er ekkert annað en dabbi borgarstjóri að redda einhverjum einkavin vinnu við að skemma götur reykjavíkur sem þarf síðan eftir 5 ár að bakka með þar sem þetta fer allt lóðbeint á hausinn og eflaust sami vildarvinur sem tekur draslið í burtu.

Þessi mýta að borgarlína muni flýta fyrir umferð er alger brandari, hún mun ekki gera annað en að tefja alla umferð, þetta mun kosta alla aðila sem annað hvort nota þessa borgalínu eða einkabíl mikinn auka tíma í að komast á milli staða.

Halldór (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 11:35

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Kjarni málsins er sá að það er nóg af vegum og nóg af farartækjum en nýtingin er léleg. Á ákveðnum tímum er allt troðfullt og öðrum galtómt. Það keyra of fáir með hverri bifreið og bifreiðar sem taka fleiri farþega taka bara enn meira pláss, nema auðvitað að þær fái sitt eigið pláss og þrengi þá enn meira að öðrum bifreiðum. 

Ef allir sem vildu gætu farið í bíó kl. 20:00 á föstudagskvöldi mundi bíóhúsið svara með því að hækka verð á þessum tíma.

Ef allir sem vildu gætu verið fremst í stúku á risatónleikum í Kaplakrika þyrfti að brjóta lögmál eðlisfræðinnar. Í stað þess að reyna það er bara rukkað meira fyrir bestu stæðin.

Það er fyrir löngu búið að leysa vandamál aðgangsstýringa. Menn neita að horfast í augu við það. Þess í stað á bara að byggja eitthvað nýtt ofan á það gamla. 

Geir Ágústsson, 29.1.2018 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband