Auðvitað!

Þingmenn úr röðum Pírata, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar leggja fram frumvarp um afnám banns við heimabruggun til einkaneyslu.

Gott mál! Því fyrr því betra! Ég vona að enginn reyni að svæfa þetta mál í nefnd eins og hafa verið örlög allra annarra lagafrumvarpa undanfarin ár er snúa að því að liðka til löggjöfina í kringum áfengi á Íslandi.

Næsta skref er svo að leggja niður ÁTVR og heimila sölu á hvaða áfengi sem er í hvaða verslun sem er til allra sem hafa náð 18 ára aldri.

Lögreglan getur þá farið að gera eitthvað annað en plaga fólk sem langar að kaupa áfengi og hitt sem langar að selja það.

Maður spyr sig samt að því hvort ákveðin gúrkutíð sé komin í íslenskum stjórnmálum. Alltaf þegar eitthvað áfengisfrumvarp stingur upp kollinum er sagt að það sé ótímabært og eigi ekki að vera forgangsatriði. Á sama tíma fara menn í málþóf og endalaus nefndarstörf í stað þess að leyfa þingmönnum bara að kjósa af eða á.


mbl.is Vilja leyfa heimabrugg til einkaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband