Já, en!

Skattheimta á Íslandi - bæði á vegum ríkisvaldsins og sveitarfélaganna - er í svimandi hæðum, og skuldir hins opinbera líka þótt þær séu víðast hvar undir svokölluðum viðmiðunarmörkum í tilviki sveitarfélaga, sem segja bara hálfa söguna. Það er ekkert svigrúm til að hækka skatta meira nema eitthvað gefi mjög alvarlega eftir: Gjaldþrot fyrirtækja og heimila, flótti fjármagns og fyrirtækja frá landinu, aukin skuldsetning allra og rýrnandi sparnaður með tilheyrandi lánsfjárkreppu.

Sem stendur virðist þó sem svo að hin svimandi skattheimta hafi ekki öll hin neikvæðu áhrif, eða að hin neikvæðu áhrif eru að mestu leyti vegin upp af jákvæðum áhrifum efnahagsuppsveiflunnar. Það getur samt breyst hratt. Það þarf bara að hægja á ferðamannastrauminum í stutta stund (eldgos í Kötlu?) eða sjá nokkra fiska synda hinum megin við landhelgina (kólnun Jarðar?) og þá fara veikleikamerkin fljótlega að koma í ljós.

Já, en! segja stjórnmálamennirnir þá. Við viljum reisa stærri hallir! Já, stofnið þá einkahlutafélag á eigin vegum og án ábyrgðar skattgreiðenda og leyfið fólki að borga í gæluverkefni ykkar af fúsum og frjálsum vilja.

Kjósendur eru ábyrgir. Þeir kjósa ítrekað yfir sig loforðaglaða eyðslugosa sem þenja út hið opinbera eins hratt og þeir geta. Þetta sendir þau skilaboð til frambjóðenda að þeir eigi að lofa enn meiri útgjöldum.

Kjósendur, vinsamlegast hættið að grafa eigin gröf.

Frambjóðendur, hættið að lofa eins og eiturlyfjasalar og byrjið að lofa eins og ábyrgir foreldrar.


mbl.is Skattarnir aldrei meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband