Fjárlög miðast við að ekkert eldfjall gjósi

Sprengigos undir jökli gæti stöðvað flutninga á gjaldeyri ferðamanna til Íslands. Það gæti haft keðjuverkandi áhrif á íslenskt hagkerfi. Samdráttur gæti orðið fljótur að breiðast út. Ríkisvaldið yrði af skatttekjum. Nú þegar er það rekið nánast á núllinu þótt skattar séu í hæstu hæðum, og skuldar um leið næstum því 1000 milljarða auk þess sem hundruðir milljarða hvíla á því í formi lífeyrisskuldbindinga. 

Það má því segja að öll fjárlagavinna stjórnvalda og allar áætlanir næstu ár byggist á því að ekkert eldfjall gjósi. 

Vonum það besta!


mbl.is Eldgos hefði víðtæk áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband