Þriðjudagur, 2. janúar 2018
Hvað með dagatöl slökkviliðsmanna?
Dagatöl með nöktu eða hálfnöktu fólki hafa lengi prýtt ýmsa vinnustaði. Núna hafa riddarar rétttrúnaðarins ákveðið að þau séu ekki við hæfi og eru þau jafnvel tengd við kynbundna mismunun og umræðu um kynferðislega áreitni.
Þetta er auðvitað algjör þvæla. Nektarmyndir leiða ekki til kynferðislegrar áreitni. Ef eitthvað þá draga slíkar myndir úr áreitninni með því að nýtast sem myndefni fyrir karlmenn í einrúmi sem geta þá svalað löngunum sínum þar án þess að angra aðra.
Stóra spurningin er samt: Hvernig eiga slökkviliðsmenn núna að fjármagna ferðalag sitt á íþróttamót erlendis?
Undanfarin ár hafa slökkviliðsmenn safnað peningum með myndum af sjálfum sér hálfnöktum, skítugum og olíuglansandi. Þessum myndum hefur verið safnað saman í dagatöl sem fólk hefur keypt í stórum stíl (netverslun). Meðal fyrirsæta er bróðir minn, Ómar Ómar, og öll fjölskyldan er mjög ánægð með hann, þar á meðal eiginkona hans.
Er bróðir minn núna orðinn uppspretta kynferðislegrar mismununar og áreitis? Nei.
Er hann kyntákn sem hlutgerir sjálfan sig fyrir smápeninga, og niðurlægir um leið sig og sitt kyn? Nei.
Er hann flottur strákur sem nýtir hæfileika sína og eiginleika til að styrkja gott málefni (að niðurgreiða eigin ferðakostnað á íþróttamót)? Já.
Látum hann í friði og um leið aðra sem hanga naktir og hálfnaktir á vinnustöðum landsins. Eigendur fyrirtækja ættu að leyfa starfsfólki sínu um að skreyta vinnuumhverfi sitt í stað þess að troða pólitískum rétttrúnaði ofan í kok þess.
(Fyrirvari: Ég styð auðvitað vald atvinnurekenda til að setja allar þær reglur og kvaðir á starfsfólk sem þeir telja sig þurfa að setja til að reka fyrirtæki sín. Menn þurfa samt að gæta hófs. Næsta rökrétta skref er að skylda starfsmenn til að ganga í regnbogalitum eða bleikum klútum til að friða einhvern sértrúarsöfnuð innan pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Það þarf að spyrna við fótum.)
Dagatölin öll með tölu beint í ruslið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Geir og gleðilegt ár.
Ég tek ofan fyrir þér að gerast svo djarfur á þessum síðustu og verstu tímum að gerast svo djarfur að blogga undir fullu nafni og í töluverðri alvöru um þessi eldfimu málefni.
Sérstaklega gæti síðasta málsgreinin, sú regnboga litaða, lagst illa í viðkvæmar og brotnar sálir - gæti ég ímyndað mér, án þess þó að ég þori að fullyrða neitt frekar um það.
Jónatan Karlsson, 2.1.2018 kl. 17:27
Savonorola fær hér harða samkeppni. Næst eru það líklega bókabrennur.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.1.2018 kl. 23:45
Jónatan,
Mér sýnist þú heldur ekki halda aftur af þér og fagna því.
Annars hafa það ekki bara verið riddarar réttlætiskirkjunnar sem hafa boðað að fólk megi ekki lesa ákveðið lesefni, njóta ákveðins myndefnis og skuli ganga í ákveðnum tegundum fatnaðar. Ýmsar stjórnmálahreyfingar hafa gert nákvæmlega hið sama, svo sem fasistarnir, nasistarnir, kommúnistarnir og ýmis glæpasamtök.
Jón Steinar,
Við erum að nálgast slíkar brennur! Tinni í Kongó er til dæmis af mörgum talinn vera góður eldsmatur.
Geir Ágústsson, 3.1.2018 kl. 05:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.