Vandamál - raunveruleg, ímynduð og vanmetin

Í heiminum finnast mörg vandamál þótt heimur fari vissulega batnandi. Sum vandamál eru stór, önnur ekki. Sum eru hreinlega ímynduð. 

Sum stór vandamál eru vanmetin og önnur smærri ofmetin.

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bendir ekki á stærstu vandamál heims og ímyndar sér vandamál sem eru ekki til staðar. Það eru slæm tíðindi. Sameinuðu þjóðirnar eiga að vera vettvangur ríkja til að ræða vandamál heimsins. Sóa menn þar tíma sínum og fé í vitleysu?

Stærsta vandamál heimsins eru viðskiptahöft. Þeim hefur vissulega farið fækkandi undanfarna áratugi en þar sem þau eru enn við lýði valda þau fátækt og vesæld. Viðskiptahöft má fella niður einhliða án tafa. Afríkuríki halda hverjum öðrum í gíslingu fátæktar með því að viðhalda háum tollamúrum milli hvers annars. Afnám viðskiptahafta er á góðri leið með að útrýma sárafátækt í Austur-Asíu. Viðskiptahöft þarf að uppræta hraðar og með öllu sem fyrst.

En aukið viðskiptafrelsi hefur mikilvæga forsendu sem heitir vel varin eignaréttindi. Maður sem á sinn skika fer betur með hann en maður sem getur búist við að missa hann fyrirvara- og ástæðulaust. Til að leysa stærsta vandamál heimsins - viðskiptahöftin - þarf líka að stuðla að betur vörðum eignaréttindum.

Næststærsta vandamál heimsins eru óhagganleg landamæri. Ríki eins og Sýrland, Tyrkland, Írak og Íran ættu í raun að vera safn margra smærri ríkja þar sem hver þjóð eða þjóðarbrot gæti stýrt eigin ríki eftir eigin höfði í stað þess að keppa um yfirráð yfir óteljandi öðrum þjóðum. Kúrdar gætu þá fengið sinn skika og verið þar til friðs og fengið frið. Í Afríku eru óhagganleg landamæri búin að vera uppspretta eilífra borgarastyrjalda í áratugi. 

Misskipting lífsgæða er annaðhvort afleiðing viðskiptahafta og spilltra stjórnmála eða þess að sumum er að takast að sinna neytendum á framúrskarandi hátt. Misskiptingin sem slík er ekki vandamál ef hún er til komin vegna framfara sem gagnast öllum. 

Loftslagsbreytingar eru ekki vandamál Sameinuðu þjóðanna. Sólvirkni er á niðurleið og kuldakast væntanlegt. Mannkynið þarf að einangra og kynda hús sín betur og kaupa sér þykkari flíkur en ekki leggja á haftir og skatta á hagkvæmustu orkugjafa heimsins, sérstaklega í fátækari hlutum heims. 

Vaxandi þjóðernishyggja er ekki heimsvandamál heldur staðbundið vandamál bundið við ríki sem hafa reist gjafmild velferðarkerfi á kostnað innfæddra, og mokað tugþúsundum einstaklinga inn í það frá menningar- og trúarbragðasvæðum þar sem hatur á Vesturlöndum er landlægt. 

Kjarnorkuvopn geta vissulega verið mikið vandamál. Menn ættu samt að hugleiða af hverju nokkurt ríki telur kjarnorkuvopn vera góða fjárfestingu. 

Sameinuðu þjóðirnar eru greinilega á villigötum, því miður. Ég er samt bjartsýnn á að árið 2018 verði enn eitt árið þar sem mannkyninu vegnar betur en árið á undan (en ef næsta hrun í fjármálakerfi heimsins skellur á í ár, þá verður það vonandi notað til að hreinsa upp skuldir, stöðva peningaprentvélar heimsins og leggja grunninn að enn meira velmegunarskeiði).

Gleðilegt ár!


mbl.is Sendir heimsbyggðinni rauða viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir hvert orð.

Loftslagsbreytingar (í almennu tali "veður") er ekki og hefur aldrei verið ógn. Og eins og þú segir þá þjóðernishyggja, sem glóbalistarnir hata, er nauðsynleg til að halda sníkjudýrum úti.

Nytsemi Sameinuðu þjóðanna er runnin á enda og er kominn tími til að umbreyta þessari stofnun, e.t.v. leggja hana niður.

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.1.2018 kl. 18:08

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þetta er engan veginn rétt hjá þér, þó það sé ákveðin punktur hjá þér ... sem þú ferð ekki rétt með.

Punkturinn sem þú "átt", en ferð ekki rétt með ... er "frjáls flutningur á vöru". Viðskiptahöft eru alls staðar til staðar, til dæmis nota Bandaríkin viðskiptahöft ósparrt ... og þeir sem verða verst út úr þeim, eru að réttu "fátækir".  En frjáls verslun, leiðir einnig af sér "fátækt".

Til dæmis, þegar bandaríkin opnuðu fyrir "frjálsan" fluttning á vöru, breittist heimsmyndin. En hverki nokkurs staðar, í bandarísku efnhagslífi er til "frjáls verzlun".  Frjáls verzlun leiðir af sér "ríkir verða ríkari" og "fátækir verða fátækari".  Frjáls verzlun, leiðir af sér höft ... ef ekki lagalega séð, þá á sama hátt og Íslensk löggjöf var til forna ... með ofbeldi.

Sama á við frjálsan vöruflutning, "silkileiðin" sem allir eiga að þekkja til.  Menn fóru til austurlanda fjær, keyptu vöru og á leið heim voru þeir rændir, og þurftu því í raun að greiða tvöfalt, og stundur þrefalt verð fyrir vöruna.  Danmörk gerði þetta með því að krefja "skatt" af hvaða skipi sem reyndi að sigla um Kattegatt.  Tvíburaborgirnar Helsingör - Helsingborg, höfðu fallbyssur á sín hvorri hliðinni, og "sjóræningja" háttur hafður allt fram til 1880 (að mig minnir), þegar Bandarísk freigáta beindi fallbyssum sínum að dönum og sögðu "Make my day!".

"Chaos leads to order", "Order leads to chaos".  Eru setningar sem hvergi á betur við, en í viðskiptalífinu.  Þú getur ekki lefit "frjálst" í þessum skilningi, því það leiðir af sér "survival of the fittest", þar sem fátækir hreinlega drepast.

Örn Einar Hansen, 1.1.2018 kl. 20:40

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Sameinuðu" þjóðirnar eru undirlagðar af Saudi Arabíu. Algerlega gagnslaust  fyrirbæri sem engu skilar, öðru en opinberum starfsmönnum á vegum sinna þjóða, sem allir eiga það sameiginlegt að gera nákvæmlega ekkert, sem skiptir máli öðru en að eyða peningum.

 Rúanda. Vill einhver ræða það?

 Írak. Vill einhver ræða það?

 Sýrland. Vill einhver ræða það?

 Súdan. Vill einhver ræða það? 

 Sómalía. Vill einhver ræða það?

 Jemen. Vill einhver ræða það?

 Ömurlegasta stofnun veraldar er því miður UN. Ef kostnaðurinn af rekstri þessa "Júrókrats" væri að hálfu nýttur í nytsöm verkefni, væri hugsanlega hægt að réttlæta tilvistina. 

 Því ætti nokkur skynsöm þjóð að spreða fjármunum sínum í þessa dellu?

 Vill einhver ræða það?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.1.2018 kl. 04:24

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarne,

Líttu á ríki eins og Hong Kong, Singapore, Holland og Danmörku. Þetta eru grjóthrúgur eða leirklessur sem eru svo gott sem án náttúrulegra auðlinda (Hollendingar eiga eitthvað gas en það er ekki afgerandi fyrir þeirra efnahag).

Þessi ríki eiga allt sitt undir að flytja inn, vinna úr og flytja út, eða flytja út hugvik og hönnunarvinnu. Um leið eru þetta ríki sem hafa tekið frjálsri verslun með opnun örmum og uppskorið stórkostlega. Vissulega eru fátækir í þessum ríkjum, en fátækur íbúi í Hong Kong er samt meðal ríkasta hluta mannkyns. 

Viðskiptahöft viðhalda úreldum framleiðsluháttum sem varðveita kannski einhver störf til skemmri tíma en ekki til lengri tíma. 

Geir Ágústsson, 2.1.2018 kl. 11:11

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ágætis umræður, ég er á því að frjáls verslun sé betri en einokun, en það virðist bara vera svo erfitt að koma á heilbrigðiri samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Ef höft eru mikil, þá þrífst klíkuskapur og fámenn forréttindastétt tengd inn í réttu flokkana og í sumum tilvikum rétta flokkINN. Ef höft eru afnumin að öllu eða miklu leyti, þá sigra oft þeir sem svindla mest á fólki, t.d. í launum, starfsumhverfi, eða með undirboðum sem eru fengin fram með því að draga úr gæðastjórnun, jafnvel með alvarlegum afleiðingum.

Annars var ég að skoða eitthvað sem heitir Universal Declaration on the Eradication of_Hunger and Malnutrition á Wikipedia.

https://en.wikipedia.org/wiki/Universal_Declaration_on_the_Eradication_of_Hunger_and_Malnutrition

Þar segir m.a. í lauslegri þýðingu:

Það er grundvallarréttur sérhverrar manneskju að vera frjáls frá hungri og vannæringu.

Er það svo? Þetta er ekki í samræmi við Orð Guðs, sem er æðra öllum yfirlýsingum SÞ. T.d. segir Páll postuli í 2. Þessalóníkubréfi að ef einhver vill ekki vinna, þá á hann ekki að fá að borða.

Hversu margar hungursneyðir hefðu aldrei orðið, ef menn hefðu bara nennt að yrkja jörðina í sveita andlitis síns, eins og Guð hefur skipað fyrir um, eða verið duglegri að ávaxta sitt pund?

Þannig að næringarríkt fæði er gjöf, ekki réttur. Jafnvel sú gjöf er háð því að menn geri það sem þarf til að ná í gjöfina.

Sameinuðu þjóðirnar munu aldrei útrýma hungri með innistæðulausum fjálglegum og fögrum yfirlýsingum möppudýra inni á hlýjum skrifstofum með sveltandi lýðinn fyrir utan útidyrnar, biðjandi um brauð. Það er frekar að SÞ þvælist fyrir þeim sem geta og vilja færa fólkinu mat og velmegun.

Theódór Norðkvist, 2.1.2018 kl. 18:33

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Menn ættu að hugleiða aðeins af hverju hungursneyðir eru söguleg minning á Vesturlöndum jafnvel þótt staðbundnir uppskerubrestir eigi sér stað. Af hverju eru hungursneyðir bundnar við ríki sem eru umlukin viðskiptahöftum? Mér dettur ekki í hug ein einasta undantekning frá því munstri. 

Það hefur enginn rétt á neinni eign annars. Þetta skyldu heimspekingarnir sem lögðu grunninn að vestrænum takmörkunum á ríkisvaldinu. Við eigum rétt á að vera laus við ofbeldi og þjófnaði, frelsi frá ofbeldi og afskiptum - svokölluð neikvæð réttindi. 

Við eigum ekki rétt á epli nágrannans, launum hans, tíma, orku og erfiði. 

Geir Ágústsson, 3.1.2018 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband