Boginn spenntur í botn

Ríkisstjórnin ætlar, fyrirsjáanlega, að spenna bogann alveg í botn. Á hápunkti efnahagsuppsveiflu er hverri einustu krónu eytt. Framlög til allra afkima ríkisrekstursins eru aukin. Allir málaflokkar fá meira fé. 

Það vita allir að það er miklu auðveldara fyrir stjórnmálamenn að útvíkka ríkið og þenja út ríkisreksturinn en að einkavæða og draga saman ríkisreksturinn. 

Þegar næsta áfall skellur á - hvort sem það er eldgos í Kötlu, breytingar á tískustraumum í ferðamannaiðnaðinum, gjaldþrot einhvers erlends bankans eða ríkissjóðs, aðrar gönguleiðir einhverra fiskistofna, óvæntar vaxtabreytingar einhvers af stóru seðlabönkunum eða eitthvað allt annað - þá er ekkert svigrúm til að bregðast við.

Ríkisreksturinn er þaninn í botn, skuldir hans eru ennþá nálægt því 1000 milljarðar, lífeyrisskuldbindingar hans eru gríðarlegar og fjöldi opinberra starfsmanna eykst og laun þeirra hækka hraðar en almenns launafólks. 

Þetta fer illa á einn eða annan hátt.

Og við vitum öll hverjum verður kennt um, og það verður ekki forsætisráðherra að þessu sinni.


mbl.is Brugðist við ákalli um auknar fjárveitingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir. Það er líklega löngu búið að ákveða hverjum á að kenna um allt misferlið, á gapastokks-fjölmiðlanna hernaðar árásarstýrða Íslandinu? Í siðmenntaða "réttar-ríkinu" svokallaða?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2017 kl. 17:13

2 identicon

Allir innviðir eru að hruni komnir og ljóst að þeim verður ekki bjargað með frekari hagræðingu. Hvenær á að reisa þá við ef ekki í góðæri eins og núna?

Það kostar peninga og ekki gengur að safna skuldum. Þess vegna verður að auka tekjurnar. Það er hægðarleikur með auðlindargjaldi, auðlegðarskatti, hækkun tekjuskatts á hina hæstlaunuðu, komugjöld á ferðamenn svo að dæmi séu nefnd.

Einnig er hægt að fá miklar tekjur með auknu skattaeftirliti sem hefur tvíþætt áhrif. Með því er ekki aðeins hægt að ná í fé sem er skotið undan skatti, slík aðgerð hefur mikinn fælingarmátt.

Það er sorglegt að horfa upp á fólk spreða peningum í alls kyns einskisnýtt innflutt glingur á sama tíma og innviðirnir eru sveltir. Heildrænt séð er þetta með endemum heimskulegt.

Ég furða mig á hve lítið er rætt um ábyrgð Barna Ben á gífurlegri hækkun launa til ráðherra og alþingismanna með því að skipa náinn vin sem formann kjararáðs. Hætt er við að þessi skipun eigi eftir að valda gífurlegu tjóni.

Vegna þessa axarskafts Bjarna munu almenn laun hækka mikið til stórtjóns fyrir þjóðarbúið. Það eina rétta i stöðunni er að laun ráðherra og alþingismanna ofl séu lækkuð aftur til að forða stórtjóni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.12.2017 kl. 17:48

3 identicon

Ásmundur. Hver er þessi náni vinur Bjarna Ben sem er formaður kjararáðsins?

Það sjá og skilja allir sem hafa einhverjar eftirlifandi sellur í heilahvelunum, að kjararáð er sturlað stýriapparat, sem er að keyra allt endanlega fram af tortímingarbjargbrúninni!

Ásmundur, þú verður að segja okkur frá því hver þessi Bjarna Bens náni vinur er, svo almenningur geti beint athugasemdum beint til hans, og gert eitthvað í að reyna að stoppa þessa vegferðar villuráfandi kjararáðs-hamfarar-vegleysis för!

Við almenningur þurfum nákvæmar og nafngreindar upplýsingar um hverjir eru kjararáðs yfirvaldsráðandi embættistoppar, til að mögulegt sé fyrir almenning að blanda sér í málin á réttum valdsins höfuðvígstöðvum. Til að veita sanngjarnt aðhald með réttlætanlegri gagnrýni, (rýna til gagns).

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2017 kl. 20:28

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Menn eru nú þegar byrjaðir að undirbúa fingrabendingarnar þegar kemur að næstu niðursveiflu. Það er skiljanlegt, en menn þurfa að hafa hugmynd um það sem er að fara úrskeiðis. En hvort sem næsta hruni verður hrundið af stað af gjaldþroti bandarísks banka, eða falli ríkissjóðs í stóru evrópsku ríki, eða einhverju öðru, þá er ljóst að það verður stórt. 

Laun nokkura ráðherra og þingmanna eru ekki afgerandi í rekstri ríkissjóðs. Ég er persónulega á því að ríkisvaldið þurfi að minnka það mikið að þingmannastarfið geti orðið að litlu hlutastarfi sem má sinna í kannski 1-2 mánuði á ári. Þingmenn þurfa þá að hafa aðra vinnu líka, sem um leið heldur þeim á jörðinni.

Það má leggja dautt malbik og staðlaðar raflínur með öðrum aðferðum en að mjólka skattgreiðendur og fyrirtæki rétt eins og Ísland er nú reglulega þakið með nútímalegustu farsímakerfum heims af hvorki meira né minna en þremur fjarskiptafyrirtækjum (Vodafone, Nova og Símans). 

Geir Ágústsson, 30.12.2017 kl. 21:24

5 identicon

Tek undir áhyggjur síðuhafa hvað varðar komandi hrun.  Anna Sigríður Guðmundsdóttir spyr um það í athugasemd hver er formaður Kjararáðs.

Vona að mér fyrirgefist að taka ómakið af síðuhafa og birta hér hverjir sitja í Kjararáði Bjarna Ben og elítunnar:

Skipan kjararáðs 2014 til 2018

Skipan kjararáðs frá 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2018:

Aðalmenn:

    • Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi

      • Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi

        • Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi

        • Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti, lét af störfum 5. júlí 2017

        • Jakob R. Möller, skipaður af Hæstarétti frá og með 5. júlí 2017

        • Hulda Árnadóttir, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra

        Varamenn:

          • Eva Dís Pálmadóttir, kosin af Alþingi

          • Örlygur Hnefill Jónsson, kosinn af Alþingi

          • Ingibjörg Ingadóttir, kosin af Alþingi

          • Berglind Svavarsdóttir, lögmaður, skipuð af Hæstarétti

          • Þórlindur Kjartansson, skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra

          Símon Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2017 kl. 21:44

          6 identicon

          Þetta eru afskaplega "fínir pappírar" sem skipa Kjararáð:

          https://stundin.is/frett/formadur-og-varaformadur-kjararads-koma-ur-sjalfst/

          Símon Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2017 kl. 21:52

          7 identicon

          Takk Símon. Nú get ég og aðrir nöldrandi gagnrýnendur beint okkar forvitni og beittu gagnrýni til efsta nafnsins á lista kjararáðs, og svo til þeirra sem neðar eru skráðir á þennan lista.

          Fólk í kjararáði fær laun og ber ábyrgð á því sem er hér að kollsteypa öllu launa/fyrirtækja-kerfinu, með einhverskonar óverjandi vitleysu í misskiptingar-útdeilingu á almannaskattfé.

          M.b.kv.

          Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2017 kl. 22:17

          8 identicon

          Hér eru frekari upplýsingar um Kjararáð, formann þess og samband hans við Bjarna Ben:

          http://www.hringbraut.is/frettir/enginn-titill-73

          Athyglisverð viðbrögðin hjá Bjarna Ben þergar þingið vildi ræða úrskurtð Kjararáðs. Honum fannst umræðan gjörsamlega óþolandi.

          Ásmundur (IP-tala skráð) 30.12.2017 kl. 23:09

          9 Smámynd: Geir Ágústsson

          Ekki ætla ég að halda uppi vörnum fyrir ákvarðanir Kjararáðs en bendi á að Kjararáð starfar eftir lögum frá Alþingi og gerir það óháð því hverjir sitja í ráðinu. Úrskurðir þess eru vonandi ekki mjög drifnir áfram af persónulegum skoðunum eða venslum einstaka meðlima ráðsins. 

          Að því marki sem menn telja opinbera embættismenn eða starfsmenn nauðsynlega yfir höfuð þá þarf að ákvarða laun þeirra á einn eða annan hátt. Ekki er hægt að meta verðmætasköpun þeirra eins og starfsmenn einkafyrirtækja. 

          Kannski væri hægt að miða laun þeirra við 75% af markaðslaunum fyrir fólk með svipaða menntun og starfsreynslu. Það ætti að tryggja að besta starfsfólkið heldur áfram að vinna fyrir einkafyrirtæki í stað þess að hið opinbera hrifsi það til sín í skjóli stöðu sinnar sem einokunaraðili á beitingu valds. 

          Kannski væri hægt að bjóða út starfsgildi hins opinbera á 5-10 ára fresti í opnu útboði. Það ætti að tryggja þokkalegt starfsfólk á samkeppnishæfum launum, og um leið ákveðna endurnýjun sem kemur í veg fyrir að fólk skjóti rótum innan hins opinbera með tilheyrandi hættu á spillingu eða doða í starfi. 

          Geir Ágústsson, 31.12.2017 kl. 08:13

          Bæta við athugasemd

          Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband