Ekkert sjálfgefið við velgengni

Það að koma nýrri vöru á markað er ekki auðvelt verkefni. Hindranir eru óteljandi. Það getur verið erfitt að fá neytendur til að prófa eitthvað nýtt. Eitthvað stórfyrirtækið gæti hafa tryggt sér einhver einkaleyfi til að kæfa samkeppnisaðila í fæðingu. Löggjafinn setur ekki bara sjálfsagðar kröfur til öryggis og gæða heldur gerir hann líka kröfur um allskonar sem skapar engin verðmæti fyrir neinn nema opinbera starfsmenn.

Fjármögnun getur líka verið erfið. Um leið og fyrirtæki þarf að ráða fólk hrúgast yfir það veltuskattar og aðrar opinberar álögur. Himinháir skattar eru af öllum aðföngum, aðkeyptri þjónustu og tekjum. Fjárfestar láta hafa mikið fyrir sér áður en þeir láta fé af hendi rakna til reksturs sem mætir allskyns fyrirstöðum, bæði manngerðum og eðlilegum. 

Ríkið reynir að draga örlítið úr skaðsemi sjálfs síns með hinum ýmsu styrkjum, undanþágum, ráðgjafarþjónustu og átaksverkefnum. Slíkt hefur samt fyrst og fremst þann tilgang að kaupa atkvæði fyrir stjórnmálamenn. Mörg sportafyrirtæki hafa komist á flug án opinberrar aðstoðar og þrátt fyrir neitun við styrkjaumsóknum, meðal annars tvö fyrirtæki sem ég þekki til persónulega. 

Því ber að fagna þegar fyrirtækjum tekst að komast á flug. Það þýðir að stofnendur þeirra geta sennilega átt von á ríkulegri ávöxtun á erfiði sínu, hugvitssemi og drifkrafti. Þeir geta jafnvel vænst þess að verða moldríkir. Þetta er gott mál, og eins og jólagjöf fyrir hagkerfið allt og þar með landsmenn alla. 


mbl.is Íslensk hjól í bandarískar búðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Alltaf þegar einhverjum gengur vel, þá hugsa ég: hvernig fer ríkið að því að skemma þetta?

Já, ég hef búið á Íslandi alla ævi.  Sést það?

Ásgrímur Hartmannsson, 26.12.2017 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband