Leysa aukin útgjöld öll vandamál?

Þingmenn tala oft eins og þeir hafi aldrei nokkurn tímann á ævinni stigið fæti inn í einkarekið fyrirtæki.

Einkarekin fyrirtæki þurfa oft að eiga við minnkandi tekjur, flótta viðskiptavina, vaxandi rekstrarkostnað, háa kostnaðarliði (eins og markaðssetningu eða þróunarvinnu) og síðast en ekki síst: Samkeppni.

Samkeppnin sker úr um það hvort fyrirtækið haldi velli eða hvort fjármagn leitar í arðbærari rekstur. Samkeppnin heldur stjórnendum á tánum. Samkeppnin sendir skilaboð til keppinauta um hvort pláss sé á markaðinum eða hvort aðrir markaðir séu vænlegri. 

Þegar samkeppnisþátturinn er tekinn af lífi gerist margt slæmt. Fyrirtækið fer á spena einhvers, t.d. ríkisvaldsins eða sérviturs milljónamærings. Það sem aflaga er í rekstrinum heldur áfram að vera aflaga. Útgjöld sem skila sér ekki í aukinni ánægju skjólstæðinga halda áfram að vera til staðar án ávinnings. Lélegir stjórnendur halda störfum sínum.

Ofan á þetta bætist afskiptasemi spenaeigandans. Ríkisvaldið sem speni er t.d. bundinn af allskyns lögum og reglum sem flækja sérhvern ríkisrekstur. Það er erfiðara að ráða og reka en þörf rekstursins kveður á um. Allskyns þungir ferlar eru flæktir inn í daglegan rekstur og hindra gott starfsfólk frá því að sinna vinnu sinni. 

Leysa aukin útgjöld öll vandamál? Nei, alls ekki. Stundum gera þau frekar illt verra en hitt og fela það sem aflaga er. Sóun blómstrar þegar tekjustreymið er að aukast. Þetta dylst jafnvel duglegustu stjórnendum einkafyrirtækja sem hafa þó aðhald samkeppninnar til að styðjast við og hluthafana til að eiga við. Ríkisrekstur á enga möguleika til að nýta fé og fólk með skynsamlegum hætti.

Enga. 


mbl.is „Þurfum að styrkja tekjugrunna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Amen á eftir efninu.

 Góðar stundir, með jólakveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 22.12.2017 kl. 23:29

2 identicon

Geir minn. Aukin útgjöld leysa ekki endilega allan vanda.

Skýrasta dæmið sem ég get með þekkingu bent á núna, er að einstaklingur sem ekki hefur fengið vandaða og margra klukkutíma greiningu sálfræðings með sérfræðimenntun í slíkum greiningum á ADD/ADHD og fleiri heilastarfsemi misþroskaröskunum. Með tilheyrandi eftirfylgni og lyfjameðferð eða aðra meðferð geðlæknissérfræðings í ADD/ADHD.

Einstaklingur með ógreinda eða rangt og óvandaðra læknaskussa greinda og rangt lyfjameðhöndlað ADD/ADHD heilastarfsemisröskun, mun ekki ná að fara rétt með peninga né neitt annað, sem krefst þess að heilinn virki rétt.

Það hentar svartamarkaðs söluglæpamafíunni að vanrækja ADD/ADHD og svíkja þá um margra klukkustunda sérfræðings vandaða greiningu með tilheyrandi lyfjameðferð eða aðra meðferð í heilbrigðiskerfinu, því þá enda stjórnlausu heilarnir í götudópi og götusölu fyrir mafíuna. Fangelsin eru hálffull af vangreindum, rangt greindum oh heilbrigðiskerfissviknum einstaklingum.

Mafían lögmanna/dómsstólavarða græðir á undirheimaglæpasölunni.

Heilbrigðiskerfis vandaðrar greiningarsviknir einstaklingar verða dýrari fyrir ríkið, en færa hvítflibbamafíu-svartamarkaðsútgerð mafíupeninga margfaldlega í XL svörtum gróða.

Fjölskyldur vanræksluheilbrigðiskerfis brotna, veikjast og sundrast með tilheyrandi harmleikum, og verða dýrari vegna vanrækslu svartamarkaðs stýrðra heilbrigðisyfirvaldanna vanrækslu.

Ekki allir veraldarinnar peningar munu duga til neins góðs gagns fyrir þann sem er á þennan heilbrigðis yfirlæknamafíuhátt svikinn um vandaða og margra klukkustunda sérfróðra sálfræðinga ADD/ADHD greiningu, með réttri geðlæknis-sérfræðings eftirfylgni, með tilheyrandi lyfjameðferð eða það sem sá sérfræðingur metur sem réttast og best fyrir viðkomandi.

Það er víða pottur brotinn í opinbera svikaheilbrigðis "öryggiskerfinu" á Íslandi. Yfirlæknamafían ósiðmenntaða stýrir of miklu á Íslandi

Já. Aukin útgjöld leysa margann vandann. Ef verjandi og siðmenntað er farið með útgjöldin. Vönduð, sérfræðimenntuð og fordómalaus forvörn sparar á endanum bæði útgjöld og harmleiki.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2017 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband