Besta hjálparstarfið er kapítalismi

Um allan heim sinnir fólk mannúðarstörfum og aðstoðar þá sem eiga um sárt að binda. Það er gott og göfugt. 

Víða um heim er fólk í stanslausri þörf fyrir aðstoð. Peningar, sérfræðingateymi og hjálpargögn hafa streymt inn á slík svæði í mörg ár og jafnvel áratugi. Hjálparstarfið virðist ekki virka til lengri tíma. 

Besta hjálparstarfið í slíkum aðstæðum er frjáls markaður og kerfi sem ver eignarétt fólks. 

Frjáls markaður gefur fólki kleift að byggja upp til framtíðar. 

Hann gerir fólk sjálfbjarga. 

Hann færir almenningi efnahagslegan styrk sem ýtir undir pólitískan styrk. Það er erfiðara að kúga ríkt fólk en fátækt. 

Einu sinni var Asía vandamál heimsins. Þar bjuggu hundruð milljóna við sára fátækt. Núna eru Asíu-búar orðnir kapítalistar og að verða lánadrottnar heimsins og framleiðendur. Afríka situr eftir. 

Ég óska öllum heiminum gleðilegra jóla og eins mikið af kapítalisma og hægt er.


mbl.is Ber meiri virðingu fyrir fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert virkilega illa innrættur ef þú telur að kapítalismi sé góður fyrir heiminn, kapítalismi tryggir örfáum gott líf á meðan hinir þjást á einn eða annan hátt fyrir þessa útvöldu.

Einar (IP-tala skráð) 26.12.2017 kl. 16:43

2 identicon

Ég borga mína skatta og rískistjórnin sér um að setja hluta þeirra í mannúðarmál án þess að ég fái neinu um það ráðið hvaða "mannúðarmál" það eru

Grímur (IP-tala skráð) 26.12.2017 kl. 17:49

3 identicon

Þetta verður að teljast algjört vindhögg hjá þér Geir. Kapitalismi er kerfi með peninga. Peningar eru frumskógarlögmálið í menningu manna. Menn eru sammála um það almennt að frumskógarlögmálið sé ekki auðvelt við að eiga.

Ef þú vil mála raunveruleikann fyrir einhvað en hann er þá er líklega betra að vanda sig í yfirlýsingum. Annars er þetta ágætt að svona klaufalegt, þá er það væntanlega bara kórinn sem bítur.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 26.12.2017 kl. 21:37

4 identicon

Geir minn. Frjálsi kapítalisminn? Frjálsi kommúnisminn?

Það er enginn munur á þessum tveimur pólitísku öfgapólum í heiminum í dag.

Það þarf andstæða póla til að ná umræðunnar farsælustu niðurstöðunni.

Vandamálið er að kapítalismi og kommúnismi eru í dag staddir á sömu breiddargráðunni. Engin virðingarverð og málefnaleg umræða ólíkra viðhorfa? Nema þegar á að selja heimsveldisfjölmiðla pressunni áróðurs og múgæsingsfréttir sundrungar og hugsjónaleysis?

Hjálparstofnanir lifa á skattpeningum. Og starfa fyrir heimshertökusveitirnar. Þar sameinast kapítalistar og kommúnistar í heimsveldis blekkingar starfseminni. Raunveruleg góðverk eru ekki réttlætanleg pólitísk söluvara og sýndarmennska auglýsingafjölmiðlarisa.

Ég er kannski fáfróð og dómhörð hérna eins og svo oft áður, en þá er það annarra mildari og viskumeiri manna/kvenna verk, að leiðrétta mína dómhörku með mildum og viskumiklum fróðleik.

Ég tek vægðarlausri en þó sanngjarnri gagnrýni með tilheyrandi betrunar fræðslu, með jákvæðu hugarfari þakklætis. Læri ekkert, mildast ekkert, og vitkast ekkert, nema mér vitrari og mildari leiðrétti mig, og kenni mér.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2017 kl. 00:01

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Jólin eru táknræn fyrir frjáls samfélag.

Menn gefa til góðgerðarsamtaka frekar en að treysta á að velferðarkerfið geti tryggt öllum gleðileg jól.

Menn senda hlýjar hugsanir til þeirra sem eiga um sárt að binda frekar en að treysta á opinbera embættismenn og sálusorgara.

Fjölskyldumeðlimir skiptast á gjöfum til að sýna þakklæti sitt fyrir sambúðina, samveruna og tengslin.

Börnin eru heima í fríi en ekki í geymslu í opinberum stofnunum.

Allt þetta er hægt að fjármagna með verðmætaskapandi starfsemi þar sem þeir græða mest sem sinna þörfum neytenda best. undantekningin er auðvitað hið opinbera.

Frjáls markaður er það sem aðskilur mennina frá dýrunum, og samfélag manna frá frumskóginum. 

Geir Ágústsson, 28.12.2017 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband