Hrunamannastjórnin?

"Fulltrúar fjögurra stjórnmálaflokka, sem stefna að því að mynda nýja ríkisstjórn, munu hittast á fyrsta formlega fundi stjórnarmyndunarviðræðnanna að heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, í dag."

Það er vel til fundið að hittast í Hrunamannahreppi. Stjórnin, ef úr verður, gæti þá heitið Hrunamannastjórnin.

Framundan er áfall á alþjóðlegum fjármálamarkaði sem verður engu minna en það árið 2008, og jafnvel miklu verra því heilu ríkin gætu sogast niður í gjaldþrotaholuna sem gleypti fyrst og fremst banka árið 2008. Búið er að blása í hlutabréfabólur, fasteignaverð víða um heim er í hæstu hæðum og skuldirnar víða geigvænlegar og þola ekki kommutölu í vaxtahækkun, sem þó er óumflýjanleg eftir stanslausa peningaprentun í 10 ár. Jarðvegurinn hefur verið lagður. Núna vantar bara þetta "eitthvað" sem hrindir dómínókubbunum af stað.

Ísland er að mörgu leyti betur statt en mörg ríki og mun betur statt en árið 2008 að mörgu leyti, fyrir utan að ríkið skuldar of mikið og allir skattar eru í hæstu hæðum.

Hið komandi alþjóðlega hrun mun samt ekki hlífa Íslendingum. Margir erlendir markaðir munu þurrkast út og krónan mun veikjast. Það leiðir til verðbólgu og þess að öll verðtryggð lán hækka. Stjórnvöld munu ekki hafa náð að greiða upp skuldir sínar (enda stendur það ekki til) og það er lítið svigrúm til skattahækkana sem einhverju máli skipta nema gramsa dýpra í vösum almenns launafólks, sem um leið missir getuna til að borga af eigin lánum.

Þetta verður eitthvað.

Að ríkisstjórnin sem situr heiti Hrunamannastjórnin væri því ákaflega viðeigandi. 


mbl.is Funda heima hjá Sigurði Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Missir almenningur "getuna" til að borga af eigin lánum?

Það hefur víst aldrei áður gerst í Íslandssögunni, eða hvað?

Undarlegast af öllu þessa dagana, er að fylgjast með háskoluðum sér-fræðingum sem mæla með því að matvælaframleiðsla í uppskerubrostnum nútíðar og framtíðar matvælaframleiðslu í veröldinni, sé töluð niður vítt og breitt um bankaræningjastýrða okurlánabólu og óborganlegu blekkingaveröldina?

Meira að segja kannabis valdníðslumafíu stýrða grasið þarf jarðtengingu, en ekki bara bómullar-blómapotta vaxtarskilyrði. En það er víst ekki kennt í háskólum þeirra, sem ætla að halda áfram að ræna og drepa flest allt hér á jörðinni?

Meira að segja hreinasta jarðtengda matvælaframleiðslan er töluð niður af fræðingunum?

Vita þeir fræðingar virkilega ekki að án jarðtengingar matvælaframleiðslunnar, þá verður ekki matvælaframleiðsla fyrir jarðneska og mennska?

Blómapottakjötið og fíflamjólkin góða ein og sér, eru bara skammtímalausn og blekking, og engum er sagt frá því hvernig það endar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2017 kl. 20:28

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Já, orð í tíma töluð Geir. Ég hef horft upp á ótal byggingakrana hér á landi undanfarin misseri. Hótel eru byggð eins og enginn sé morgundagurinn, ekki veit ég upphæðina á lántökum fyrir þessu. Það þarf ekki mikið út af að bregða erlendis sem fækkar ferðamönnum hér. Hvað þá eitt 'smá' eldgos hér á landi, sem virðist vera í burðarliðnum. Ég man vel þegar gaus hér vorið 2010, þá var lægð í sölu á túristavörum, en ég starfa við það ásamt öðru.

Og við vitum vel að það verða alltaf hrun á fjármálamörkuðum á áratuga fresti. Nú eru 9 ár liðin frá hruninu. Og allt getur gerst á næstu misserum. Fólk ætti að halda að sér höndum með eyðslu, og fara að safna til 'mögru' áranna, eins og sagt var hér í gamla daga.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.11.2017 kl. 23:51

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er of mikil áhersla lögð á álit hinna og þessara "sérfræðinga" enda er of mikil áhersla á að fólk taki "sameiginlega" ábyrgð á gjörðum sínum og missi þar með forræði yfir eigin lífi.

Við megum ekki velja okkur peninga.

Við getum bara í takmörkuðum mæli valið lækninn okkar (valið stendur helst á milli þessa að fara til handahófskennds læknis eða sleppa því alveg að fara til læknis).

Það er búið að banna alveg helling af matvælum, lyfjum og vörum almennt.

Sá feiti getur étið sig til hjartasjúkdóms en sá dauðvona má ekki fá sér jónu til að lina sársaukann eða auka matarlystina.

Geir Ágústsson, 5.11.2017 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband