Ríkið felur ríkisstofnun að semja við einkaaðila um rekstur á ríkislóð

Ríkið hefur, með reglugerð, falið Landspítala að láta reisa sjúkrahótel á lóð sinni, sem Landspítali mun bjóða út. 

Með öðrum orðum: Ríkið felur ríkisstofnun að semja við einkaaðila um rekstur á ríkislóð.

Hvað getur farið úrskeiðis?

Hér er hugmynd að snyrtilegri lausn: Ríkið býður út hýsingu á sjúklingum, og setur fyrir slíkri hýsingu nokkur skilyrði: Akstur til og frá spítala eftir þörfum, aðstaða, útkallsþjónusta og eitthvað fleira. Þeir sem bjóða best fá sjúklingana.

Og gerir svo ekki meira en það.

Þetta mætti e.t.v. kalla sænsku leiðina (ríkisvaldið verðleggur meðferðir og meðhöndlanir og einkaaðilar bjóða í þær). 

Einkaaðilar munu reisa nauðsynlegt húsnæði ef þess gerist þörf. Kannski er besta húsnæðið ekki á lóð Landspítala heldur nær verslunarkjörnum eða afþreyingu, svo sem sundlaug eða líkamsræktarstöð. 

Þegar skrifræðið og opinber stjórnsýsla er komin í þriðju eða fjórðu kynslóð (Ríkið > ráðuneyti > ríkisstofnun > rekstraraðili) er óhætt að gera ráð fyrir sóun, torveldum samskiptaleiðum, ruglingi á ábyrgðarsviðum og raunar firringu allra aðila á nokkurri ábyrgð.

Í Danmörku rekur ríkisvaldið húsnæði háskóla sinna með svipuðum hætti. Ríkið á, í gegnum ríkisstofnun, húsnæðið og ákveður hvað á að byggja og hvað skal endurnýja. Notendur húsanna segja að athugasemdir þeirra og óskir nái aldrei á leiðarenda í kerfinu. Á milli notenda og eigenda eru stofnanir háskóla, undirdeildir, yfirmenn og skrifstofur. Niðurstaðan er sú að framkvæmdir sprengja yfirleitt alla fjárlagaramma, notendur fá ekki það sem þeir vilja og eigendurnir firra sig allri ábyrgð og senda reikninginn á sjálfa háskólana.

Það er kannski ekki skrýtið að skattgreiðendur fái aldrei jafnmikið ríkisvald og þeir borga fyrir. Það er gott í sumum tilvikum (ríkið hefur ekki tíma til að fylgjast með öllum reglunum sínum) en slæmt í öðrum (peningar sem eiga að fara í meðferðir skila sér illa til sjúklinga).

Má ekki hugleiða aðrar lausnir en ríkiseinokun, einhvern tímann? Eða á leifrandi framþróun, endurnýjun og tilraunir með nýjar lausnir bara að tilheyra brjóstastækkunum, varafyllingum og sjónleiðréttingum? 


mbl.is Ber ábyrgð á rekstri sjúkrahótels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband