Launþegar munu þurfa að standa undir skattahækkunum

Samtök skattgreiðenda benda réttilega á hið augljósa: Ef ríkið vill sópa fleiri milljörðum í hirslur sínar þá verður það ekki gert öðruvísi en með því að hækka skatta á venjulegt launafólk, og þá aðallega millistéttina (venjulegt fólk í venjulegum vinnum).

Þessir örfáu og moldríku geta ekki staðið undir nema nokkur hundruð milljónum. Það er upphæð sem skiptir ríkisreksturinn engu máli.

Nei, ef ætlunin er að sækja tugi milljarða í ríkissjóð þarf að ganga á venjulegt launafólk. Það er vissara að halda því til haga. 


mbl.is „Hátekjuskattur“ á meðaltekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Það virðist vera mikil eftirspurn eftir óðaverðbólgu:  Gerð er krafa um tugmilljarða opinberar framkvæmdir sem fyrst og viðraðar eru launakröfur upp á allt að 30% hækkun.
Vitnað er í úrskurð Kjaradóms um þingfararkaup því til stuðnings.
Samt get ég ekki fundið að mín kjör hafi versnað við það að einhverjir aðrir hafi fengið kjarabót.

Þórhallur Pálsson, 25.10.2017 kl. 23:20

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þín kjör versna svo sannarlega þegar opinberir starfsmenn hækka í launum.

En það er rétt, það er öllum árum róið að því að gera Ísland sem verst í stakk búið til að taka á við næsta hiksta í bankakerfinu eða gjaldþrot einhvers erlends hagkerfisins (t.d. Ítalíu). 

Geir Ágústsson, 26.10.2017 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband