Heimatilbúiđ vandamál: Ríkisafskipti

Tekur einhver eftir ţví ađ viđ heyrum sjaldan eđa aldrei um óseldar birgđir af kjúkling og svínakjöti?

Ţađ er af ţví ađ ríkisvaldiđ leikur mjög litlu hlutverki í framleiđslu, dreifingu og sölu á slíku kjöti. 

Kindakjötsfjalliđ er krónískt vandamál sem má rekja til ríkisafskipta. Bćndur eru hlekkjađir viđ kerfi sem sinnir ţeim seint og illa. 

Ţađ skrýtna er ađ bćndur virđast kjósa ţetta fyrirkomulag. Kannski óttast ţeir markađslögmálin. Kannski vita ţeir ekki betur. Kannski er stöđugleiki og fátćkt betri í ţeirra augum en svigrúm, frelsi og hćtta á tapi.

Framleiđsla hefur aldrei veriđ sérsviđ ríkisvaldsins. Eina undantekningin er kannski framleiđsla á pappír, en pappír er ekki hćgt ađ borđa eđa klćđast.

Ef íslenska lambakjötiđ er jafngott og af er látiđ (og ţađ finnst mér ţađ vera) er auđvelt ađ ímynda sér ađ íslenskir bćndur geti orđiđ ein ríkasta stétt landsins sem selur grimmt á heimsmarkađi. 

Kćra ríkisvald, hćttu ađ flćkjast fyrir.


mbl.is Minni kindakjötsbirgđir en í fyrra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef tekiđ eftir ţví ađ kjúklinga og svínakjöt er selt ófrosiđ í hakk, í gúllasbitum og snitselsneiđum.

Kjötvinnslur afurđastöđvanna virđast vinna markvisst ađ ţví ađ minnka eftirspurn eftir kindakjöti, međ ţessari vanrćklu á ađ vinna kindakjötiđ.

Og nú virđist kjötiđ sem var risastórt óviđráđanlegt og "óseljanlegt" fjall fyrir nokkrum vikum síđan vera orđiđ ađ lítilli mús? Hvers konar vitleysa er ţetta eiginlega allt saman, í ţessum afurđarstöđva og sláturleyfis "stjórum"?

Svo las ég einhversstađar nýlega ađ Rússlandsmarkađur fyrir kindakjöt hefđi ekki lokast? Hverju er veriđ ađ ljúga ađ almenningi og til hvers? Hvađa blekkingar eru í gangi hjá fjölmiđlum og ţessum milliliđa afćtum afurđastöđvastjóra og sláturleyfishafa?

Hvernig vćri ađ segja bara hlutina eins og ţeir eru?

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir (IP-tala skráđ) 12.9.2017 kl. 08:42

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sćl Anna,

Ţađ blasir viđ ađ mjög margir hafa mikilla hagsmuna ađ gćta ađ kerfiđ sé eins og ţađ er. Hvort menn beinlínis ljúgi eđa blekki skal ég ekki segja. 

Geir Ágústsson, 12.9.2017 kl. 09:09

3 identicon

Geir. Ţađ er kannski full frekt af mér ađ segja ađ einhverjir séu ađ ljúga. Ég veit ţađ ekki. En skipulagđar blekkingar er vissulega raunveruleiki.

Kannski veit fólk ekki betur. Eđa ţá eins og sannar sögur hafa fariđ af: varnarlausu fólki "réttarríkisins" hótađ af valdaembćttum í efstu lögum kerfisins! Ţeir embćttanna valdamenn sem hóta öđrum og kúga, koma sjálfum sér hjá ţví í skjóli misbeitingar ćđstavalds síns, ađ svara óţćgilegum og beittum spurningum fjölmiđla og almennings. Ţannig er lyginni veitt ábyrgđarlaust brautagengi áfram um samfélagiđ. Án ţess ađ nokkur vilji í raun svona óheiđarlegt kúgunarsamfélag.

Hótandi embćttistoppar láta ţá sem undir hótunum sitja, sjá um ađ svara fyrir sín eigin svik, hótanir og kúgunarverk. 

Ţađ er skelfilegt ađ sjá slíka valdmisbeitingu lögmannavarinna kerfiskalla út um allt samfélagskerfiđ. Ekki undarlegt ađ spilling á hćsta stigi ţrífist og dafni jafn vel og raun ber vitni á Íslandi. Allslags eitrađ illgresi vex og dafnar!

Einhver spekingurinn sagđi ţetta: Ađ ljúga ađ öđrum er ljótur vani, ađ ljúga ađ sjálfum sér er hvers manns bani.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir (IP-tala skráđ) 12.9.2017 kl. 15:08

4 identicon

Mínn reynsla af bćndum er ađ ţeir ţekkja ekkert annađ og virđast ekki vilja fara í neitt annađ, sem er svosem skiljanlegt ţegar ţetta hefur bein áhrif á launin ţeirra.

Axl (IP-tala skráđ) 12.9.2017 kl. 16:57

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Einu sinni framleiddi ríkiđ sement í sementsverksmiđju sinni á Akranesi. Áriđ 1993 var ţessi framleiđsla seld til einkaađila. Ţađ vantađi ekki dómsdagsspádómana á ţeim tíma! Sement yrđi bara innflutt núna! Ţađ kćmi bara lélegt sement til landsins! Ekkert myndi lengur ţola íslenskar ađstćđur! Atvinnuleysi blasti viđ starfsmönnum verksmiđjunnar og bćjarfélagsins alls!

En dettur einhverjum í hug ađ ţađ eigi ađ vera verkahring ríkisvaldins ađ framleiđa sement? Nei.

Nákvćmlega sama saga mun endurtaka sig ţegar ríkiđ - einn góđan veđurdag - dregur sig út úr framleiđslu á kjöti.

Geir Ágústsson, 13.9.2017 kl. 10:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband