Ringulreið í borginni

Kannski getur einhver útskýrt fyrir mér hvað er á seyði í ráðhúsi Reykjavíkur.

Borgin heimilar auglýsingaskilti úti um hvippinn og hvappinn, á Lækjartorgi, í strætóskýlum og sem hluta af hjólaleigu/auglýsingu flugfélags. Borgin er svo áfjáð í að afla auglýsingatekna að hún opnar á lögsóknir gegn sér fyrir samningsbrot.

Um leið mega börn ekki fá gefins hjálma með nafni fyrirtækis (í smáu letri svo það þarf virkilega að leggja sig fram til að koma auga á það). Góða hjálma, vel á minnst, svo ég tali út frá eigin reynslu.

Skipulagsvaldinu virðist einnig vera misbeitt stórkostlega í borginni (og víðar) eins og ég hef rakið áður [1|2]. 

Getur verið að menn séu að leggja sig svo mikið fram að handstýra öllu að sú stjórn endar á að vera verri en ringulreiðin, eða hið sjálfsprottna skipulag?


mbl.is Eigendur biðskýlanna í hart við borgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband