Má nota skipulagsvaldið til að gera hvað sem er?

Skipulagsvald sveitarfélaga er miklu, miklu meira en það ætti að vera. Stundum finnst mér það jaðra við valdmisbeitingu. Það virðist ná miklu lengra en lögin frá sjálfu Alþingi. Það skiptir engu máli hvort eitthvað sé löglegt eða ekki. Ef eitthvað skipulagsráð færir línur til á pappír er eins og það nái yfir öll önnur lög. 

Þarf ekki að fara setja sveitarfélögum einhver mörk hérna? Getur Alþingi ekki stöðvað þessa valdmisbeitingu? 


mbl.is Mun takmarka útleigu íbúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ert greinilega að misskilja þetta algjörlega.

Skipulagslög eru sett á Alþingi og þær heimildir sem þau kveða á um ganga því ekkert lengra en lögin heldur eru innbyggðar í þau. Þar af leiðandi er ekki um neina misbeitingu að ræða, heldur einfaldlega beitingu.

En fremur er það lögbundin skylda sveitarfélaga að tryggja framboð húsnæðis fyrir íbúa sína. Með því að beita valdheimildum sínum til að stuðla að því að íbúðir séu frekar notaðar sem slíkar, heldur en til atvinnurekstrar, er viðkomandi sveitarfélag því ekki að beita valfrjálsum heimildum af neinum geðþótta heldur þvert á móti að reyna að sinna skyldum sínum.

Ef þú skoðar líka vel hvað þessi ákvörðun felur í sér þá er með henni ekki verið að skerða á neinn hátt hagsmuni þeirra sem nú þegar starfrækja löglega gististarfsemi, heldur aðeins að stemma stigu við því að enn fleiri íbúðir verði teknar úr þeirri notkun og lagðar undir atvinnurekstur.

Fólkið sem býr í borginni þarf að hafa íbúðarhúsnæði til að búa í, það eru beinlínis mannréttindi. Sveitarfélagið á að sjá til þess að slíkt íbúðarhúsnæði sé fyrir hendi, það er ekki heimild heldur skylda.

Að Reykjavíkurborg sé í auknum mæli að leitast við að uppfylla skyldur sínar og tryggja mannréttindi íbúanna, er skref í rétta átt. Ekki eins stórt skref að þessu sinni og í raun er þörf fyrir, en jákvætt engu að síður.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2017 kl. 14:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er ákveðin nálgun vissulega.

Gætu borgaryfirvöld að sama skapi ákveðið að í Árbæjarhverfi eigi nú bara að rísa iðnaðarhúsnæði og að framboði eftir lóðum fyrir íbúðarhúsnæði verði ekki sinnt?

Borgin er líka með ákveðnar hugmyndir um tegundir atvinnureksturs - ekki meira en svo og svo stórt hlutfall undir veitingastaði, og ekki meira en svo og svo stórt hlutfall undir gistingu. 

Borgin flækist líka fyrir vegfarendum þegar hún málar götur upp á nýtt og smalar bílaumferð í gegnum íbúðarhverfi.

Miðborgin er í ákveðinni þróun sem er verið að stöðva til að þóknast litlum hópi háværra einstaklinga sem telja það vera mannréttindi að búa á ákveðnu svæði og vilja ota öðrum út úr því með ráðum og dáðum. 

Geir Ágústsson, 8.7.2017 kl. 15:45

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já borgaryfirvöld gætu alveg ákveðið að í tilteknu hverfi eigi aðeins að rísa iðnaðarhúsnæði. Þetta er nákvæmlega það sem þau hafa hingað til gert í öllum iðnaðarhverfum, en þess vegna eru þau iðnaðahverfi! Með sama skapi geta borgaryfirvöld ákveðið að sum hverfi skuli vera íbúðahverfi, sem er nákvæmlega það sem þau hafa gert í öllum íbúðahverfum. O.s.frv.

Það eru ekki íbúar borgarinnar sem eru að reyna að "ota" neinum út heldur eru verið að verjast því að þeim sjálfum verði otað út og látnir víkja fyrir því sem er í flestum tilfellum ekkert annað en svartamarkaðsbrask.

Hvaða "hóp háværra einstaklinga" ertu annars að tala um? Það varst þú sjálfur sem ákvaðst að storma með látum fram á ritvöllinn og tjá þig um þetta, af því sem virðist vera fullkomin vanþekking á málefninu.

Hæst bylur í tómri tunnu.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2017 kl. 16:12

4 identicon

"Fólkið sem býr í borginni þarf að hafa íbúðarhúsnæði

til að búa í, það eru beinlínis mannréttindi."

Hvernig geta það verið "mannréttindi" eins manns að hafa aðgang að einhverju (þ.á.m. húsnæði) sem annar maður framleiðir?

Þetta eru ekki mannréttindi. Það að einhver "þurfi" eitthvað sem annar maður framleiðir er hvorki staðall fyrir eitt né neitt. Mannréttindi eru einungis þau að vera látinn í friði undan ofbeldi og ofsóknum af hálfu annarra.

Það er miður að gerður er í dag greinarmunur á ofbeldi sem einstaklingar beita og ofbeldi sem meirihluti lýðræðis beitir gegn minnihlutahópum.

SR (IP-tala skráð) 8.7.2017 kl. 16:27

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það hlýtur að vera réttur manns sem á húseign að geta ráðstafað henni að vild. Þetta er að vísu ekki bókstafur laganna. Stjórnarskráin talar um eignarrétt en segir svo að þau megi skerða eins og yfirvöldum þóknast (orðað varlegar, en inntakið er svo).

Já, skipulagsvaldinu má beita til að aðskilja rekstur og íbúðarhverfi, sem er slæmt. Sögulega hafa fyrirtæki og einstaklingar haft hag af því að deila svæði og passa það í sameiningu, en það er búið að skera á þann naflastreng. 

Já, skipulagsvaldinu má beita til að hanna hverfi, ákvarða götulagningu og skipta sér af hæð bygginga. En nú skal gengið skrefinu lengra. Eðlilegri þróun hverfa skal nú þröngvað í aðra átt. Uppbygging miðbæjarins sem stað fyrir afþreyingu, veitingastaði og smásöluverslun skal stöðvuð. Miðbærinn, sem fór að deyja daginn sem Kringlan opnaði og síðan Smáralind, var farinn að eflast. Nú skal sú efling stöðvuð, með skipulagsvaldinu. 

Kannski heimilia lögin þetta en ég efast um að það sé í anda laganna að menn noti þau til að loka veitingastöðum, taka lífsviðurværið af fólki eða troða ferðamönnum inn í blokkaríbúðir í úthverfunum.

Geir Ágústsson, 8.7.2017 kl. 18:48

6 identicon

Geir, veistu nokkuð út á hvað skipulagsvinna gengur?

Hún gengur út á að hafa áhrif á hvernig byggð þróast með aðstoð hæfustu sérfræðinga á mörgum sviðum. Það hefur valdið mikilli óánægju að íbúar og fyrirtæki hafa verið að flýja úr 101 vegna þess að hverfið er allt annað og verra en það var. Það er dýrara en einnig verra til búsetu meðal annar vegna þess að ýmis konar nærþjónusta er horfin. Einsleitni í miðborg er lítt eftirsóknarverð.

Þetta er venjuleg skipulagsvinna og fráleitt að tala um lögbrot í því sambandi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.7.2017 kl. 21:00

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Menn gleyma því kannski af hverju miðbær er eftirsóknarverður til að byrja mað. Það er jú af því þar poppa upp fyrirtæki, íbúðir, hús og rekstur mjög óvænt og ófyrirséð og allt aðlagast hratt að nýjum kröfum og þörfum.

Svona er þetta ekki í úthverfi. Þar er ekki bara hægt að opna handverksverslun eða litla hverfisverslun. Nei, það fellur ekki að skipulaginu. 

Miðbæir hafa yfirleitt fengið að þróast í bili, og vera lifandi og aðlögunarhæfir. Það hefur svo gert að verkum að þar er sumt fólk - en ekki allt - tilbúið að búa í litlu húsnæði og borga vel fyrir það.

Í ráðhúsinu halda menn að það sé hægt að fá bæði - lifandi og dýnamískan miðbæ, og staðnað húsnæðisverð.

Excel-skjölin hafa blekkt margan stjórnmálamanninn. Núna gera landakortin það líka. 

Geir Ágústsson, 8.7.2017 kl. 21:50

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Þess má geta að það er enginn að flýja úr 101. Þar iðar allt af lífi, Hard Rock og hótel og ferðamenn og ferðamannaverslanir og skemmtistaðir og veitingastaðir og efnað fólk keppist um að nota svæðið. Svo ákveður einhver pólitíkus að húsnæðisverð sé of hátt og ákveður ástæðuna fyrir því. Og bannar hluti. 

Geir Ágústsson, 8.7.2017 kl. 21:52

9 identicon

SR eins og margir aðrir, ruglar þú saman félagslegum réttindum og mannréttindum.

Mannréttindi þín, eru: sagt á einfaldan máta, réttur þin sem spendýr. Draga andan, éta, geta migið og skitið ... Þetta eru mannréttyndi þín. Þessi réttyndi eru brotin daglega. Sem dæmi, þú þarft að borga fyrir að fara á almenningsklósett ... en mannréttyndi þín segja að þú hafir rétt á að geta migið og skitið.

Það eru mannréttindi þín, að hafa "bústað".  Það eru enginn mannréttindi sem segja að þú hafir "rétt" á að byggja þér húsnæði. En borgin, landið og þjóðin veitir þér ekki húsnæði ef þú ert í neyð ... þeir eru ófáir, sem fá að búa á götunni um allan heim.

Þannig að Ìsland, ásamt öðrum Norðurlöndunum ... brjóta mannréttindi á hverjum degi ... fólk eins og þú, finns bara ekki vera mannréttindi að fá að skíta... því flestir sem ekki eiga sér búastað að skíta og míga í, eru rónar ... og rónar, eiga engan rétt á mannréttindum ... ekki satt.  Bara þú, átt RÈTT öllum ofar að fá að byggja þér kastala, á beinagrindum rónana.

Ekki satt.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.7.2017 kl. 22:04

10 identicon

Má nota skipulagsvaldið til að gera hvað sem er?

Já því miður.

Axel (IP-tala skráð) 9.7.2017 kl. 17:02

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er svolítil ssga af því hvernig sveitarfélag er að traðka á fólki með skipulagsvaldinu (saga sem er betur fer að dreifast víða á samfélagsmiðlunum):

https://www.facebook.com/niels.karlsson.7/posts/10212389812611964?pnref=story

Geir Ágústsson, 9.7.2017 kl. 19:13

12 identicon

Geir, veistu nokkuð út á hvað skipulagsvinna gengur?

Hún gengur út á að hafa áhrif á hvernig byggð þróast með aðstoð hæfustu sérfræðinga á mörgum sviðum.

Er nú Hjálmar hjálmlausi orðin sérræðingur í því að rústa

borginni..??

Er Dagur, læknnir, orðinn allt í einu sérfræðinugr í

borgarskipulagsmálum...???

Ef það væru notaðir sérfræðingar, og þeir hæfustu,

þá væri kannski ekki allt í klessu í Reykjavík.

Á meðan embættismenn með titla, ganga út frá því

að titillinn veiti þeim að vera "sérfræðingur",

þá er ekkert að undra að allt sé í klessu.

Flestir ef ekki allir sem koma að skipulagsmálum,

hjá Reykjavíkurborg, eru undartekningarlaust, að framkvæma sína

sýn á einhverja drauma sem þeir sjá.

Almannaheill skiptir engvu máli og margbúið að sanna það

með allskonar gæluverkefnum hjá viðkomandi.

Þú þarft að hafa bílpróf til að keyra bíl.

Flugpróf til að fljúga.

Að stjórna borg eða ríki.....!!!

Ekki neitt.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 10.7.2017 kl. 00:47

13 identicon

Mikil er fáfræði þín, Sigurður K Hjaltested. Skipulagsvinna í Reykjavík er ekki unnin af Hjálmari eða Degi, ekki frekar en að samgönguráðherra hanni vegakerfi landsins, flugvelli osfrv.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.7.2017 kl. 21:12

14 identicon

Nú er komið á daginn að það eigi að nota þetta fallega hús til að hýsa múslímska innflytjendur, en alls ekki heimilislausa íbua Akureyrar. Dusilmennskan verður ekki af bæjarstjórninni skafið.

Pétur D. (IP-tala skráð) 11.7.2017 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband