Varúð: Bók eftir hagfræðing um hagfræði!

Spennandi!

Þetta var mín fyrsta hugsun þegar ég las litla frétt um bók þar sem varað er við hagfræði og notkun hennar í opinberri stefnumótun.

Síðan rekst ég á eftirfarandi tilvitnun í höfund: "Ann­ar lær­dóm­ur sem ég vil draga af hrun­inu er að hið op­in­bera fjár­festi. Þú get­ur ekki sparað þig út úr kreppu, það verður að halda uppi neyslu­getu í hag­kerf­inu."

Mér fallast hendur. Höfundur bókar sem varar við notkun hagfræði í opinberri stefnumótun er hagfræðingur sem biðlar til yfirvalda um að sökkva sér í skuldir þegar eitthvað bjátar á.

Varúð, bók eftir hagfræðing!

Grípandi titill, góður ásetningur og spennandi viðfangsefni, en kannski bara enn ein hagfræðibókin sem teymir okkur fram af bjargbrúninni.

Þeir sem vilja raunverulega sjá hvað stjórnmál og léleg hagfræði blandast illa saman ættu að lesa Hagfræði í hnotskurn. Sem stendur er hægt að fá hana á aha.is fyrir smápening eða sækja endurgjaldslaust víða á netinu [1|2|3].  


mbl.is Það þarf að vara sig á hagfræðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Vá, hálftíma MP3.

Takk fyrir það, vantaði meiri vídd í hljóðbækurnar.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.8.2017 kl. 17:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vantaði það já? Ég er ekki mikið í hljóðbókunum sjálfur.

Hér er heilt bókasafn af safaríku hljóðefni:

https://mises.org/library/audio-books

Hér líka (smellir á "Audio" á valmyndinni "Ebook format"):

https://fee.org/books

Geir Ágústsson, 29.8.2017 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband